fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Giftu sig í búningum á EVE Fanfest: „Ástin færir okkur öll saman“

Auður Ösp
Mánudaginn 2. júlí 2018 20:00

Ljósmynd/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur íslenska tölvuleiksins EVE Online skipta þúsundum, Sumir þeirra eru þó ástríðufyllri gagnvart leiknum heldur en aðrir. Til að mynda þýska parið Tyrone Usaro og Irma Amatin en þau gengu í hjónaband á hinni árlegu EVE Online Fanfest sem fram fór í Hörpu í apríl síðastliðnum.

Greint er frá þessari óvenjulegu athöfn á vef Gameplaying og PC Gamer. Rúmlega hundrað aðrir EVE Online spilarar fylgdust með þegar Charles White, betur þekktur sem „Geimpáfinn Max Singularity“ gaf parið saman en bæði voru þau klædd upp sem persónur sínar úr leiknum,

„Þetta var súrrealísk upplifun, þar sem raunveruleikinn blandaðist saman við sýndarveruleikann. En þetta endurspeglar kjarnann í EVE Online- það er ekki bara leikur,“ segir á vef Gameplaying og þá er ástarsaga parsins rakin. Tyrone hitti Irmu fyrir fyrir fimm árum og varð yfir sig ástfanginn af henni. Hann hafði þá lengi verið eldheitur aðdáandi EVE Online en Irma hins vegar ekkert til leiksins. Aðeins nokkrum dögum eftir að þau hittust fyrst lá leið Tyrine til Íslands á Eve Online fanfest en á meðan á Íslandsdvölinni stóð sendi hann Irmu reglulega myndir af sér í fullum skrúða og vakti það áhuga hennar á EVE samfélaginu. Fljótlega eftir að Tyrone sneri aftur heim byrjaði parið að hittast og áttuðu sig fljótlega á því að þau vildu vera saman út ævina. Ári síðar fóru þau síðan saman á EVE fanfest á Íslandi- og þetta sinn var Irma orðin hluti af samfélaginu.

 Fram kemur að parið hafi í raun gift sig í febrúar síðastliðnum en þau vildu að EVE samfélagið myndi vera með í athöfninni. Í kjölfarið leituðu þau til „geimpáfans“ og viðruðu möguleikann á því hafa litla giftingarathöfn þegar samkoman færi fram í Reykjavík. Páfinn kom þeim hins vegar rækilega á óvart og á endanum varð athöfnin mun stærri en áætlað var. Í ræðu sinni fangaði hann því meðal annars að EVE samfélagið væri samankomið til að fagna ástinni. „Ástin. Ástin færir okkur öll saman.“

Greinarhöfundur PC Gamer skrifar: „Það er frekar súrrealísk upplifun að horfa á vetrarbrautarpáfa gefa saman tvær manneskjur sem báðar eru klæddar upp sem persónur úr tölvuleik. En það eru akkúrat svona skrýtnar uppákomur sem fá mig til að elska Fanfest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fókus
Í gær

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026