fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Raftittlingur Bubba

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 14. nóvember 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fjallaði útvarpsþátturinn Lestin á Rás 1 um sögu hins umdeilda vélræna hljóms „auto-tune“ sem tónlistarframleiðendur hafa notað til þess að lagfæra falskar nótur söngvara.

Hljómurinn verður sífellt meira áberandi í tónlistarsköpun samtímans og það er einn reynslumesti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, ekki ánægður með. „Auto-tune í söng er svipað og að geldingur fái sér raftittling,“ sagði Bubbi á Twitter-síðu sinni við litlar hrifningu yngri tónlistarmanna sem vörðu auto-tune-ið með kjafti og klóm.

Rapparinn Þórður Ingi Jónsson, sem gengur undir nafninu LordPusswhip, minnti Bubba á uppruna hans og sagði: „Pönk er að gera það sem maður vill, ekki það sem afi segir. Friður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær