Sveinn Andri Sveinsson lögmaður greinir frá því á Facebook að hann hyggst hlaupa 42 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar sjálfsvígsforvarnarsamtökunum Pieta Ísland. Hann hefur nú þegar safnað 12 þúsund krónum.
„Tilgangur samtakanna er að veita einstaklingum, sem reynt hafa sjálfsvíg eða eru í sjálfsvígshugleiðingum, alla mögulega sálfræðilega hjálp og að auka vitundarvakningu í samfélaginu um sjálfsvíg. Hlaupið tileinka ég þeim góða drengi Bjarna Eiríkssyni lögmanni og ljósmyndara sem kvaddi þessa tilvist saddur lífdaga,“ segir Sveinn Andri á Facebook-síðu sinni.