fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Fimm barna faðir fékk óvænta aðstoð til að komast í draumaferðina

Ingimar vann ferð á leik með Manchester United en átti ekki fyrir gjaldeyri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. september 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er klökkur yfir þessu ég átti ekkert von á þessu,“ segir Ingimar Ólafsson fimm barna faðir og stuðningsmaður Manchester United. Ingimar vann nýlega flug, gistingu og miða á leik með Manchester united, sem hann segir hafa verð draum sinn frá því hann var barn. Þar sem Ingimar sá ekki fram á að geta nýtt sér vinninginn setti hann inn auglýsingu á stuðningsmanna síðu Manchester á fimmtudaginn og bauð vinninginn til sölu.

Ingimar skrifaði í einlægni að hann væri svo fjárhagslega illa staddur að hann sæi ekki fram á að eiga fyrir uppihaldi þessa þrjá daga sem ferðin tekur, enda þyrfti hann að láta börnin sín ganga fyrir. Hann vildi því selja miðann til hæstbjóðanda. En í stað þess að bjóða í miðann fóru meðlimir klúbbsins að bjóða fram pening til að safna gjaldeyri svo Ingimar kæmist í draumaferðina sína.

„Það kom þarna mjög fallegt móment sem sýndi mátt samfélagsmiðlanna, hann vildi borga skuldir og láta börnin sín ganga fyrir en menn stóðu saman og lögðu í púkk fyrir hann,“ segir Sigurður Helgi Hlöðversson, betur þekktur sem Siggi Hlö í samtali við DV.

Siggi er í stjórn aðdáendaklúbbsins og stýrir facebook síðu hans. Hann tekur fram að hann hafi ekki verið upphafsmaður söfnunarinnar heldur hafi meðlimir hópsins byrjað að bjóða fram pening. Klúbburinn tók við framlögum fyrir hönd Ingimars og á föstudagskvöldið höfðu safnast 120 þúsund krónur. „Happdrættisvinningurinn var á vegum okkar svo nú getur hann valið sér fær og fær svo þenna fína gjaldeyri.“

„Ég er ekki búin að ákveða hvaða leik ég ætla á,“ segir Ingimar. „Ég var að spá í að fara á Stoke leikinn eða Burnley.“ Ingimar segist hafa keypt miðana en svo gleymt þeim. „Ég tók svo eftir því að Siggi Hlö auglýsti að einhverjir miðar væru ósóttir og meðal annars miðinn minn.“ Það reyndist svo vera vinningsmiði og stuttu seinna hringdi Siggi Hlö í Ingimar og tilkynnti honum um vinninginn.

„Ég vil þakka þeim sem söfnuðu fyrir mig, það er það eina sem ég get sagt, það er ekkert grín að vera með fimm börn,“ segir Ingimar að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“