fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

„Kristján þarf alla þá hjálp sem hægt er að veita honum“

Palli biðlar til almennings að styrkja Kristján

Kristín Clausen
Mánudaginn 29. ágúst 2016 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hversu mikið er hægt að leggja á sumt fólk?“ Á þessum orðum hefst innlegg á Facebook síðu tónlistarmannsins ,Páls Óskars Hjálmtýssonar, sem vill vekja athygli á þeim skelfilegu atburðum sem vinur hans Kristján Snædal hefur þurft að ganga í gegnum upp á síðkastið.

Kristján missti húsið sitt og allt innbú í stórbruna á Seltjarnarnesi fyrir um 2 vikum. Nokkrum vikum áður missti hann konuna sína úr krabbameini eftir 5 ára baráttu.

Missti húsið vegna veikindanna

„Hann missti í raun allt sitt og eftir þessa löngu baráttu við krabbameinið hjá konunni hans er hann í verulegum mínus og á nánast ekkert.“

Páll Óskar segir í færslunni að engar brunabætur fáist fyrir húsið þar sem hjónin misstu það á nauðungaruppboði í apríl. Þau fengu að leigja húsið í eitt ár af nýjum eiganda.

Fjárhagsvandamálin komu til vegna veikinda konunnar, þar sem það kostar ekkert lítið að vera veikur á Íslandi. Kristján var einnig mikið frá vinnu vegna veikindanna. Kristján Snædal þarf alla þá hjálp sem hægt er að veita honum, í gegnum þessa gríðarlega erfiðu tíma.

„Ef þessi frásögn snertir við þér, og ef þú vilt hjálpa, þá eru frjáls framlög vel þegin inn á reikningsnúmerið 301-13-112767 KT. 270389-2369 (Jóhanna Ósk Snædal, dóttir Kristjáns)“

Einnig ætla vinir hans og félagar að efna til styrktartónleika í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi mið 31.ágúst þar sem fram koma m.a. Alda Dís, Erna Hrönn, Ívar Daníels, María Ólafs, Magnús Hafdal og fleiri. Tónleikarnir hefjast kl. 20.

„Sýnum nú samhug í verki. Ég ætla allavega að leggja góða upphæð inn á reikningsnúmerið, þar sem ég kemst ekki á tónleikana sjálfur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel