fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Beckham fagnar afmæli og renndi fyrir lax: „Góðir endir á frábærum degi“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 10. júlí 2016 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David og Victoria Beckham, hin heimsfrægu athafnarhjón hafa dvalið ásamt börnum sínum á Íslandi undanfarna daga. Þau eru gestir auðjöfursins Björgólfs Thors Björgólfssonar. Líkt og greint var frá í DV á fimmtudaginn ætluðu hjónin að bregða sér í laxveiði. Þá hélt fjölskyldan upp á fimm ára afmæli Harper, sem er dóttir þeirra hjóna. Beckham skrifar á Instagram:

„Til hamingju með afmælið myndarlega stelpan mín. Á þessum fimm árum hefur Harper fært fjölskyldunni mikla ást og hamingju. Hún er einstök stúlka á margan hátt. Við erum einstaklega heppin að fá að eyða hverjum degi með svo fallegri sál. Við dýrkum þig litla stelpan mín. Til hamingju með daginn. Pabbi.“

Beckham skellti sér svo í laxveiði í gær: Fáum sögum fer af áhuga Beckham-hjónanna á veiði og virðist hann vera nýr af nálinni. Fyrir ári greindu erlendir fjölmiðlar þó frá því að uppi hafi orðið fótur og fit í smábænum Weymouth í Englandi þegar David fór í sjóstangaveiði með elsta syni sínum, Brooklyn.

Segja má að knattspyrnukappinn fyrrverandi sé að færa sig upp um deild með því að takast á við villta íslenska laxa í stað breskra golþorska. Beckham virðist þó hafa gengið vel í veiðinni ef marka má myndir sem hann birti á Instagram-reikningi sínum. Þar segir David Beckham

„Nýr dagur og annar lax,“ og segir undir annarri mynd: „Góðir endir á frábærum degi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“