fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

„Þessi mynd er mitt svar við voðaverkunum í Orlando“

Óskar Steinn um hryðjuverkin í Orlando – „Við megum aldrei leyfa byssuóðum brjálæðingum að þvinga okkur aftur inn í skápinn“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. júní 2016 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi mynd er mitt svar við voðaverkunum í Orlando,“ segir hinn 21 árs gamli Óskar Steinn Jónínu Ómarsson. Facebook-færsla Óskars sem hann birti í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða á Facebook.

Þar birtir Óskar, sem er samkynhneigður, mynd af sér og kærasta sínum, Sigurgeiri Inga, að kyssast. Í færslunni, sem hefur verið deilt tæplega fimm hundruð sinnum og fengið rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð „like“, segir Óskar:

„Í nótt fór brjálæðingur inn á skemmtistað fyrir hinsegin fólk í Orlando, Florida, og myrti 50 saklausar manneskjur. Þær höfðu það eitt til saka unnið að vera hinsegin. Fréttir herma að brjálæðingurinn hafi séð tvo karlmenn kyssast og fyllst viðbjóði.

Þessi mynd er mitt svar við voðaverkunum í Orlando. Við megum aldrei leyfa byssuóðum brjálæðingum að þvinga okkur aftur inn í skápinn. Við verðum háværari en nokkru sinni fyrr í baráttunni fyrir jöfnum réttindum. Okkar svar verður að vera meiri ást, meira stolt og meiri læti. Í dag syrgjum við þá látnu en á morgun höldum við ótrauð áfram,“ segir Óskar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu