fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
Fókus

Davíð fór í meðferð 16 ára: Tók ár að komast yfir klámið – Vill hjálpa öðrum

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 13. mars 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svo fór ég á Vog fyrst þegar ég var sex­tán ára,“ segi Davíð Tómas Tómasson betur þekktur sem Dabbi T, körfuboltadómari og rappari. Hann greinir frá baráttu sinni við fíkniefni og klám í viðtali við Mbl.

Eftir að hafa farið í meðferð 16 ára var Davíð án áfengis í fimm ár. Áður en hann féll hafði hann látið draum sinn rætast, sem var að verða körfuboltadómari. Þá ræðir Davíð um þegar hann ánetjaðist klámi og hversu erfitt það var að ná tökum á fíkninni.

„Þrett­án ára kynnt­ist maður in­ter­net­inu og þá opnaðist haf­sjór af ein­hverj­um viðbjóði. Og þetta mót­ar ung­an mann þó ég hafi ekki séð það þá. Klámið er bara eins og neysla á öllu öðru sem er slæmt fyr­ir mig og þetta bara stig­magnaðist … “

Þegar Davíð tók til í lífi sínu, var klámið einn af þeim hlutum sem hann taldi sýkja líf sitt.

„ … og það tók mig heilt ár. Pældu aðeins í því, heilt ár að segja skilið við það. Það seg­ir ýmis­legt um hversu sterk áhrif það hef­ur á fólk.“

Í dag hefur Davíð verið edrú í þrjú og hálft ár. Hann hefur aldrei verið jafn hamingjusamur. Nú stefnir hann á að verða alþjóðlegur körfuboltadómari. Vill hann hjálpa fólki að öðlast hamingju.

„Það eru ekki allir jafn heppnir og ég. Þetta breytir líðan manns, hugsun manns og skoðunum manns og það fer allt að snúast um þetta á örskammri stundu. Þannig var það hjá mér. Ég get kannski bara notað þetta til góðs.“

Hér má lesa viðtalið í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans

Þorsteinn settist inn á ónefnt kaffihús og samskipti tveggja karlmanna vöktu áhuga hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði

Telja þetta sterka vísbendingu um að hún og tengdamamman séu enn í stríði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann