fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Halla: Mæður með ungabörn á vinnustaðnum gæti orðið jafn sjálfsagt og reykingabannið

Segir mikilvægt að fólk læri að vinna með mæðrum

Auður Ösp
Mánudaginn 8. febrúar 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langaði að breyta þessu. Það er eðlilegur hlutur í lífinu að eignast börn,“ segir Halla Koppel leik- og söngkona, einnig þekkt sem Halla Vilhjálmsdóttir en hún eignaðist dóttur sína tveimur dögum eftir að hún hóf skólagöngu við Oxford háskóla. Hún segir mikilvægt að fólk sýni nýbökuðum mæðrum svigrúm á meðan þær fóta sig í námi og á vinnumarkaði með lítil börn.

Halla er í viðtali við breska miðilinn Financial Times en hún stundar eins árs MBA nám við Oxford háskóla. Segir hún að stærsta áskorunin sem fylgi því að vera í krefjandi háskólanámi og með barn á brjósti sé sú að skipuleggja tímann og koma til móts við skólafélaga sína hvað það varðar. Öfugt við þá hafi hún ekki auka korter til að bíða. Hún hafi komið niður á hentuga lausn. „Þegar ég hef búist við því að fundir eiga eftir að teygjast á langinn þá annað hvort tek ég dóttur mína með mér eða held fundinn heima hjá mér,“ segir Halla en heimili hennar er í nokkura mínútna göngufjarlægð frá skólanum.

Hún segir mikilvægt að viðskiptaheimurinn taki mæðrum opnum örmum. „Það er mikilvægt fyrir fólk í MBA náminu að læra að vinna með mæðrum. Þetta þarf að vera sýnilegt. Á mörgum vinnustöðum fara konur leynt með það að þær eigi börn.“

Þá segist hún trúa því að í framtíðinni gæti fólk átt von á því að sjá sífellt fleiri mæður með ungabörn sín á vinnustaðnum og gæti það orðið jafnsjálfsagður hlutur og bann við reykingum á hinum ýmsu stöðum. „Það tók engan tíma fyrir bannið að vera viðurkennt.“

„Þetta er erfið vinna, þetta er mjög,mjög erfið vinna en þú átt ekki að láta það hindra þig í því að öðlast MBA gráðu,“ segir Halla einnig, aðspurð um hvernig það sé að tvinna saman móðurhlutverkið og námið.

Viðtalið við Höllu má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?