fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fókus

Missti annan fótinn vegna krabbameins: Greindist of seint eftir 24 læknisheimsóknir

Auður Ösp
Mánudaginn 15. febrúar 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 19 ára gamla Natalie Turner leitaði alls 24 sinnum til læknis áður en í ljós að hún var með æxli á stærð við melónu í öðrum fætinum. Var fóturinn þá orðinn tvöfaldur að stærð en þrátt fyrir augljósar kvalir var henni Natalie ætíð neitað um röngtenmyndatöku.

Natalie, sem kemur frá borginni Portsmouth á suðurströnd Englands segist í fyrstu hafa talið verkirnir í fótum hennar væru tilkomnir vegna þess að hún var standandi allan daginn í vinnu sinni sem hárgreiðslukona. Fullyrðir hún að þrátt fyrir ítrekaðar læknisheimsóknir þar sem hún kvartaði undan þrálátum kvölum hafi læknar ekki hlustað á hana. Það var ekki fyrr en í 25 skiptið, ári eftir að hún heimsótti heimilislækninn sinn í fyrsta skiptið að það kom í ljós að hún var með Ewing’s Sarcoma sem er sjaldgæf tegund af krabbameini í beinum.

Hægri fótur hennar var á þeim tíma orðinn svo bólginn vegna stærðar æxlisins að læknar sáu ekki annan kost í stöðunni en að fjarlægja hann. Þá tók við stíf lyfjameðferð þar sem krabbameinið hafði náð að dreifa sér í lungu hennar og nára. Hún segist vona að fólk muni læra af hennar sögu, hlusti á líkama sinn og hunsi ekki möguleg krabbameinseinkenni.

„Það var gríðarlegt áfall fyrir alla þegar ég fékk loksins rétta greiningu: allt í einu hékk líf mitt á bláþræði. Mig grunaði aldrei að ég myndi fá krabbamein 18 ára gömul,“ segir hún en kveðst engu að síður fegin að hafa fengið greininguna áður en krabbinn hafði dreift sér enn frekar. „Ég þurfti að tapa fætinum til þess að halda lífinu þannig að ákvörðunin var einföld, ég vildi ekki deyja ung. Þegar ég vaknaði eftir aðferðina og fóturinn var farinn þá var ég í raun fegin vegna þess að það þýddi að þetta var búið.

„Ég vona að allir þeir sem finna fyrir óvenjulegum verkjum eða bólgu láti sér ekki segjast og krefjist þess að fá rétta greiningu ef þá grunar að eitthvað sé að,“ segir Natalie jafnframt en hún hyggst halda áfram með líf sitt og giftast unnusta sínum á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“

Fertugsafmælisferð Guðbjargar breyttist í martröð: Kom að kærastanum með annarri konu sem réðst á hana – „Síðan henti hann mér í rúmið og misnotaði mig kynferðislega“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni

Vilhjálmur standi í vegi fyrir sáttum og beri nú sjálfur sök á stöðunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“

Bennifer sögð í andarslitunum – „Þau stefna í skilnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“