Helgi Björnsson og Salka Sól áttu erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Anna Skagfjörð og Ísold Wilberg Andonsdóttir tókust á í þættinum The Voice Ísland. Á vef mbl.is þar sem sjá má fleiri brot úr þáttunum kemur fram að Anna og Ísold hafi báðar verið í liði Helga og sungu þær lagið I will survive. En aðeins önnur þeirra komst áfram.
„Það er náttúrulega alger synd ef önnur ykkar þarf að fara úr keppninni. Ég vona að þjálfararnir reyni að stela ykkur,“ sagði Helga. Bætti Salka Sól við:
„Ég held að þetta sé með betri einvígjum sem við höfum séð. Mér fannst allt smella, þetta er allt sem við viljum sjá í einvígi.“
Þá átti Valgeir Skagfjörð leikari, faðir Önnu erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum. Ótrúlegt frammistaða hjá þessum ungu konum.