fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Edda hefur reynt að eignast barn í fjögur ár: „Vonin er alltaf sú: „Þetta kemur, þetta kemur“

Þurfa að borga hálfa milljón fyrir hverja tæknifrjóvgunarmeðferð – „Þetta er svo viðkvæmt umræðuefni og bara erfitt að heyra þetta“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 14. desember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég upplifði það að missa pabba minn 21 árs gömul. Alltaf, við hvert neikvætt svar, þá koma yfir mig sömu sorgarviðbrögð, þung ábreiða af sorg. „Af hverju fæ ég ekki barn? Af hverju verð ég ekki ólétt? Af hverju fáum við ekki að vera foreldrar? Hver er að stjórna þessu? Hvað er að?“ segir ung kona, Edda Þöll Hauksdóttir sem hefur ásamt sambýlismanni sínum reynt að eignast barn í bráðum fjögur ár.

Í samtali við Landann á RÚV nú á dögunum lýsir Eva Þöll því þannig að barneignir hafi verið rökrétt skref hjá henni og sambýlismanni hennar Haraldi, en þau voru þá nýbúin að festa kaup á íbúð og búin að koma sér ágætlega fyrir í lífinu. Ekkert gekk hins vegar að verða ófrísk og kveðst Eva hafa verið orðin talsvert stressuð , og óþreyjufull,eftir að þau höfðu reynt í rúmlega tvö ár.

„Þá voru það náttúrulega öll góðu ráðin: „Slappiði bara af,“ og „Þetta kemur,“ og „Ekki hugsa svona mikið um þetta.“ Maður náttúrlega fékk þetta á heilann. Maður hugsaði ekki um annað,“ segir hún. Parið gekkst undir tvær smásjárfrjóvganir í fyrra, og segir Edda þau hafa bundið miklar vonir við að þær frjóvganir myndu heppnast og þau myndu loksins eignast langþráð barn. Sú var ekki raunin.

„Það var rosalegt áfall. Ég fer djúpt niður í þunglyndi og kvíða. Jólin voru að koma og ég hafði engan áhuga á þeim. Þetta voru ömurlegustu jól sem ég hafði nokkru sinni upplifað.“

Parið gekkst á ný undir meðferð þar sem settir voru upp fósturvísar, en án árangurs. Þau eru nú aftur komin á byrjunareit að sögn Eddu. Hún segir barnleysið vera viðkvæmt umræðuefni, og að það sé allt annað en auðvelt að horfa á konur í kringum sig, annað hvort ófrískar eða gangandi um barnavagna. Þá sé erfitt að samgleðjast öðrum.

„Við erum á þessum aldri þar sem allir eru að koma með börn og þetta er bara umræðuefnið: „lífið loksins byrjaði þegar við eignuðumst barnið okkar.“ Þetta er svo viðkvæmt umræðuefni og bara erfitt að heyra þetta.“

Íslenska ríkið býður ekki upp á þjónustu fyrir þau pör sem þurfa á aðstoð að halda við að eignast börn, og í raun er aðeins ein einkarekin stofa á Íslandi sem aðstoðar þau pör, IVF-klíníkin. Þar kostar hver tæknifrjóvgunarmeðferð um hálfa miljón, en ekki er óalgengt að pör þurfi að gangast undir margar meðferðir áður en árangur næst. Edda og Haraldur hafa því þurft að leggja fram miklar fjárhæðir í von um að láta drauminn um barn rætast.

„En samt er það ótrúlega auðvelt að stinga kortinu í posann og borga hálfa milljón af því að vonin er alltaf sú: „Þetta kemur, þetta kemur. Ég bara trúi því, og ég geng á því; þetta skal takast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina