fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Gat ekki borðað eða sofið í margar vikur

Góa upplifði hryllilega martröð eftir að hafa tekið inn sýrutöflu í gleðskap – Glímdi við eftirköstin í vikur og mánuði á eftir

Auður Ösp
Fimmtudaginn 1. desember 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af því að ég fann fyrir öllu líkamlega þá var ég sannfærð um að þetta væri allt saman raunverulegt. Þetta var algjör hryllingur. Þetta er það versta sem ég hef nokkurn tímann upplifað,“ segir hin 18 ára gamla Guðbjörg Elín Góa Gunnarsdóttir, sem ávallt er kölluð Góa. Þann 29. október í fyrra fór Góa í partí í Laugardalnum og innbyrti hálfa svarta töflu, með hakakrossi framan á. Umrætt efni er sýrutafla sem fengið hefur viðurnefnið nasistasýra, eða „hakakrossinn.“

Góa líkir áhrifunum af efninu við það að vera stödd í hroðalegri martröð og geta ómögulega vaknað. Höfuðið fylltist af ranghugmyndum og allt sem vekur með henni hræðslu varð að veruleika.

Í samtali við blaðamann kveðst Góa vilja koma fram með frásögn sína í þeirri von að vekja fólk, og þá sérstaklega ungmenni, til umhugsunar um skaðsemi harðra fíkniefna, og þá sérstaklega ofskynjunarlyfja.

Brot úr frásögn Góu má finna hér fyrir neðan en frásögnina í heild sinni má finna í helgarblaði DV.

Erfið eftirköst

Næstu vikur og mánuðir reyndust Góu gríðarlega erfiðir, andlega og líkamlega. Það tók rúmlega sex vikur fyrir efnið að skolast út úr líkamanum. Vanlíðanin var að sögn Góu svo mikil að fyrst um sinn að hana langaði mest til að deyja.

„Líkaminn var bara í rusli. Ég gat ekki hætt að gráta, var titrandi og fékk sífellt kvíðaköst. Ég var ennþá að finna fyrir þessari yfirþyrmandi hræðslu, þessari svakalegu ofsahræðslu. Ég gat ekki borðað og ég gat ekki heldur sofið vegna þess að þegar ég sofnaði sá ég lögguljós úti um allt og vaknaði hágrátandi og öskrandi. Mamma og pabbi þurftu hreinlega skiptast á að sofa hjá mér af því að ég gat ekki sofið ein,“ segir Góa sem þurfti að lokum á svefnlyfjum að halda til að geta sofið, og tekur þau enn. „Mig dreymir samt ennþá drauma sem mér finnst vera raunverulegir og það er mjög óhugnanlegt. Það er eins og öll skynjunin hafi breyst.“

„Ég var öskrandi og grátandi úr hræðslu og sársauka.“
Fann fyrir óbærilegum líkamlegum kvölum „Ég var öskrandi og grátandi úr hræðslu og sársauka.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sneri við blaðinu

Góa hætti í kjölfar atviksins að umgangast vinahópinn, sem hefur haldið dóplíferninu áfram. Hún gerði tilraun til þess að halda áfram í námi en það reyndist henni erfitt.

„Mér fannst eins og allir væru að horfa á mig og dæma mig í skólanum. Það spilaði líka inn í að um leið og ég hætti neyslunni þá hætti að vera auðvelt að tala við fólk. Allir vinirnir hurfu og ég þurfti að byrja upp á nýtt með allt. Ég sá líka eftir þetta að þetta voru aldrei alvöru vinir.“

Góa hefur ekki snert fíkniefni eftir þetta örlagaríka kvöld. Hún gekkst ekki undir fíkniefnameðferð í kjölfar atviksins en segir það sem gerðist hafa kippt henni rækilega niður á jörðina. Í raun hafi það dugað til þess að hún endurskoðaði líf sitt.

Góa hefur gengist undir hugræna atferlismeðferð hjá sálfræðingi og tekur eitt skref í einu. Hún einbeitir sér nú að því að byggja sig upp. Hún stundar nám á sjónlistabraut í Myndlistaskólanum í Reykjavík og lítur björtum augum á framtíðina.

„Ég byrjaði í raun ekki að jafna mig almennilega fyrr en síðasta sumar. Mér líður miklu betur í dag en fyrir hálfu ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið