fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Rich Piana segir Söru Heimis hafa stolið frá sér og aðeins gifst sér fyrir græna kortið

Gerir upp skilnaðinn í einlægu YouTube myndbandi

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hefði átt að taka mark á þeim sem sögðu mér að Sara væri að nota mig.“ Þetta segir Rich Piana í einlægu You Tube myndskeiði þar sem hann opnar sig um skilnaðinn við Söru Heimisdóttir. Rich segir ástæðu skilnaðarins tvíþætta. Hann segir Söru hafa stolið frá sér peningum og að hann hafi heyrt hana segja móður sinni að hún væri aðeins með honum til að fá græna kortið.

Allir vöruðu hann við

Í myndskeiðinu sem birtist á You Tube í gær kveðst Rich skammast sín fyrir að hafa verið svona blindaður af ást. Nánustu vinir hans og fjölskylda gátu með engu móti skilið af hverju þau ætluðu að ganga í það heilaga eftir aðeins þriggja mánaða kynni.

„Allir vöruðu mig við og sögðu að hún væri aðeins að giftast mér til að fá bandarískt ríkisfang. Ég hlustaði ekki á neinn en í dag sé ég að þau voru aðeins að vernda mig. Því þetta er alveg rétt,“ segir Rich og bætir við:

„Ég hélt að hún elskaði mig og ég hana. Hún var 26 ára og ég 45 ára. Núna er þetta svo augljóst. Allir nema ég sáu þetta.“

Þá segir Rich að hann hafi áður breytt sjálfum sér mikið fyrir Söru og eytt stórum upphæðum með því markmiði að gleðja hana.

Segir Söru hafa stolið frá sér

Mynd: Myndir: Instagram/RichPiana/SaraPiana

Rich segir jafnframt að þegar hann nappaði Söru við að stela frá sér hafi fyrst komið babb í bátinn. „Hún stal frá mér með því að millifæra af mínum reikningum inn á fjölskyldumeðlimi sína á Íslandi. Þá gjörsamlega brjálaðist ég.“

Stuttu síðar heyrði Rich Söru tala við móður sína í símann. „Þær töluðu mikið saman. Hún talaði samt aldrei við hana fyrir framan mig. Ef hún gerði það þá töluðu þær saman á íslensku sem pirraði mig. Ég skyldi aldrei af hverju hún þurfti að tala við mömmu sína á íslensku.“

Rich segir í framhaldinu að hann hafi heyrt samtal á milli Söru og móður hennar. Þar sagði Sara við hana að hún væri aðeins með sér til að fá græna kortið.

Komin með nýja kærustu

„Ég get ekki útskýrt hvernig mér leið. Ég var alveg eyðilagður enda ætlaði ég að eyða lífinu með henni. Þegar allt þetta var komið upp á borðið neyddist ég til að horfast í augu við sannleikann, að hún væri aðeins með mér af því að ég átti peninga og hún ætti kost á því að fá græna kortið, svo við hættum saman.“

Fyrir áhugasama: Hér að neðan má sjá myndbandið
[youtube https://www.youtube.com/watch?v=XvLlkBUInTo&w=560&h=315]

Þá segir Rich: „Ég eyddi svo miklum peningum í hana og allt til einskis. Ég vildi hana bara út úr lífi mínu og gat ekki horft framan í hana eftir þetta.“

Rich kveðst að mestu leiti kominn yfir þennan erfiða tíma í lífinu. Hann segist í góðum málum og er kominn með nýja kærustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“