fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Manuela Ósk flutt til Bandaríkjanna

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snapchat-stjarnan Manuela Ósk Harðardóttir, sem er einnig fatahönnuður og framkvæmdastjóri, er flutt til Los Angeles í Bandaríkjunum. Frá þessu greindi hún á Snapchat. Stefnir Manuela á að búa í borg englana í ár og stunda nám. Flutningur Manuelu til Bandaríkjanna er þó ekki tilkomin vegna þess að Donald Trump vann kosningarnar.

Manuela var krýnd fegurðardrottning Íslands árið 2002. Árið 2007 giftist hún Grétari Rafni knattspyrnukappa. Þau skildu árið 2010 en Manuela sagði Grétar hafa gert það með tölvupósti.

Skilnaðurinn fór ekki fram hjá neinum eða þær hatrömmu deilur sem blossuðu upp í kjölfarið en mikið var fjallað um skilnaðinn í íslenskum fjölmiðlum. Seinna sló svo Manuela í gegn á Snapchat. Manuela og Grétar eignuðust eina dóttur og dvelur hún hjá móður sinni í Bandaríkjunum og er byrjuð í skóla. Hefur Manuela birt ófáar myndir af þeim mæðgum að skemmt sér saman. Manuela á tvö börn en ekki er vitað hvort þau hafi bæði flutt með móður sinni til Bandaríkjanna. Manuela hefur eins og áður segið slegið í gegn á snapchat. Þá er hún einnig skipuleggjandi fegurðarsamkeppninnar Miss Universe.

Manuela birtir myndskeið af sér á snapchat þar sem hún sækir dóttur sína í skólann. Þá svaraði hún einnig spurningum fylgjenda og kveðst aldrei hafa drukkið né reykt og njóti þess helst að vera með börnunum sínum.

„Ég tek alltaf með snakk fyrir Elmu í skólann. Í dag fær hún gulrætur og ef hún borðar þær fær hún snakkpoka. Hún er oftast södd þegar hún er búinn með gulræturnar,“ segir Manuela og bætir við á öðrum stað:

„Ég hef verið mikið í Los Angeles og fíla borgina í tætlur.“

Manuela hefur sett fram eftirfarandi athugasemd á Facebook-síðu sinni:

„Ég er ekki Snapchat-stjarna. Ég er fatahönnuður, háskólanemi (á skólastyrk), einstæð móðir tveggja guðdómlegra barna, framkvæmdarstjóri, bloggari – og ágætlega klár í markaðssetningu. Ég er dugleg og óhrædd og trúi því að ég geti allt – sérstaklega í ljósi þess að D.Trump er allt í einu orðinn forseti BNA (wtf). Ég vona að ritstjórn DV lesi þennan status. Urr.“

DV bætir þessum titlum við með glöðu geði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“