fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Ameríkufarinn Kristinn ánægður í nýju starfi: Dr. Gunni útvegaði honum vinnuna

Kristinn Jón ráðinn póstberi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. nóvember 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að bera út í borginni og þetta er svipað því sem ég var að gera úti í New York,“ segir Kristinn Jón Guðmundsson, nýráðinn póstberi hjá Íslandspósti, sem sagði í febrúar síðastliðnum skilið við líf sitt sem ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjunum. Kristinn var atvinnulaus í rúmt hálf ár og mældi götur Reykjavíkur í leit að starfi sem hentaði manni á miðjum aldri sem hafði unnið sem sendisveinn í New York í rétt tæp 30 ár.

„Vinur minn, Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni), var svo leiður á því að ég væri alltaf heima og fann því starf fyrir mig. Hann hringdi í mig og sagði mér að mæta og annars hefði ég kannski aldrei farið að vinna,“ segir Kristinn.

DV fjallaði um líf og störf Ameríkufarans í New York, og áform hans um að flytja aftur heim, í forsíðuviðtali rétt fyrir síðustu jól. Kristinn starfaði þá sem sendisveinn hjá efnalauginni Perry‘s Process Cleaners á Manhattan en hann fór upphaflega í sína sjálfskipuðu útlegð til til að svala útþrá og leita að ástinni.

„Ég byrjaði fyrir sex vikum og líkar þetta vel. Ég gerði þetta nú einu sinni fyrir 30 árum, áður en ég gerðist fiskverkunarmaður. En það er meira magn af pósti í dag en þá. Mér hefur líkað þetta hingað til og ég er búinn að hitta ýmsa sem ég hefði ekki hitt annars. Gamla félaga sem maður hélt að væru horfnir,“ segir Kristinn sem er búsettur í Garðabæ en ber út í Þingholtunum í Reykjavík og nálægum hverfum.

„Það þýðir nú lítið að láta veðrið trufla sig. Maður er ekki kominn upp á það að kvarta eins og Ameríkanarnir gera og Íslendingar eru sumir farnir að gera,“ segir Kristinn og skýtur um leið á nokkra virka í athugasemdum sem lýstu þungum áhyggjum sínum á fréttavef DV um að póstberinn ætti við heimkomu eftir að „mjólka íslenska kerfið“.

„Ég sá að það voru margir sem skrifuðu að þeir héldu að ég myndi leggjast á kerfið. Þeir geta nú verið ánægðir með að ég er kominn í vinnu,“ segir Kristinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“