Hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar H. Hall og eiginkona hans, Guðríður Gísladóttir, hafa sett einbýlishús sitt í Grundarlandi í Reykjavík á sölu.
Hjónin hafa búið í húsinu síðan árið 1998, en húsið er byggt árið 1968. Húsið er á besta stað í Reykjavík og er ásett verð 128 milljónir króna.
Húsið er 255 fermetrar með átta herbergjum, þar af fjórum svefnherbergjum. Þá er þess getið í sölulýsingu að húsið hafi verið endurnýjað mikið á undanförnum árum.