fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Steinunn: „Kannski er ég bara að reyna að gleyma því hvað mér líður illa og hvað ég er hrædd“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 22:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er eitthvað að … mér. það er eina skýringin,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir ritstjóri Kvennablaðsins í tregablöndnum pistli í sama miðli. Pistillinn ber heitið Aðventujátning og hefur hann vakið nokkra athygli vegna einlægni höfundar. Steinunn hefur staðið eins og klettur við hlið eiginmanns síns, Stefáns Karls Stefánssonar leikara sem hefur, líkt og alþjóð ætti að vera kunnugt um, tekist á við alvarleg veikindi. Dropinn holar steininn og ljóst að veikindin hafa tekið á fjölskylduna.

„Ég fann að þetta yrði ekki skemmtilegt áður en ég fór að setja kransinn saman,“ segir Steinunn og við tók einn og hálfur tími í kvöl og pínu sem börnin á heimilinu höfðu engan áhuga á. Þau lögðu á flótta en kransinn minnti helst „á Goodyear hjólbarða í þeirri yfirstærð sem karlmenn með veika sjálfsmynd kjósa sér.“

Hrædd

Í byrjun kveðst Steinunn ekki viss um af hverju hún geri sjálfri sér þetta. Hún svarar svo spurningunni sjálf neðar.

„Kannski er ég bara að reyna að gleyma því hvað mér líður illa og hvað ég er hrædd. Ég er hrædd um manninn minn og fyllist angist vegna veikinda hans oft á dag. Þegar maður óttast að tíminn verði tekinn frá manni verður kyrrðin svo þrúgandi. Til að forðast kyrrðina er best að vera önnum kafin og þá á ég við – að gefa sér aldrei augnabliks séns til að draga andann.“

Hún kveðst vera eirðarlaus og vill hafa sem mest læti í kringum sig. Sársaukinn er í þögninni.

„Ég vil enga kyrrð og enga andskotans þögn – því þar býr sársaukinn – og ein leið til að hafa hemil á honum er að kasta sér á bálið og fuðra upp í snarkandi jólaskreytingavítinu.“

Hér má lesa pistil Steinunnar í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið