fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fókus

Sólveig Káradóttir að skilja við Dhani Harrison

Giftu sig við fallega athöfn sumarið 2012

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Káradóttir fatahönnuður og tónlistarmaðurinn Dhani Harrison, sonur Bítilsins George Harrison, eru að skilja. Þau Sólveig og Dhani gengu í hjónaband árið 2012 en Sólveig er dóttir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Samkvæmt frétt TMZ var það Dhani sem sótti um skilnaðinn í Los Angeles í síðustu viku og var ástæðan sögð vera óyfirstíganlegur ágreiningur þeirra á milli. Eignum þeirra hjóna verður skipt samkvæmt kaupmála sem undirritaður var áður en þau gengu í hjónaband.

Sólveig og Dhani giftu sig á sveitasetri George Harrison í Friar Park í júní 2012 en þá höfðu þau verið saman í nokkur ár. Meðal gesta í brúðkaupinu voru leikararnir Tom Hanks og Clive Owen samkvæmt frétt Mail Online. Auk þeirra voru Bítlarnir Ringo Starr og Sir Paul McCartney meðal gesta en George Harrison, faðir Dhani, lést sem kunnugt er árið 2001.

Í brúðkaupinu klæddist Sólveig glæsilegum kjól sem var hannaður af Stellu McCartney, dóttur Pauls, og gekk Sólveig upp að altarinu undir lagi Led Zeppelin, The Rain Song. Brúðkaupið vakti mikla athygli og var meðal annars fjallað um það í tímaritinu Vogue.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga

10 merki um að makinn sé að halda framhjá þér með samstarfsfélaga
Fókus
Í gær

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum

Miklar getgátur uppi um samband frægasta hægri öfgamanns Bretlands og stjörnu úr Nágrönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan

Mælir ekki með því að missa meira en kíló á viku – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi

Hildur Kristín: Þarft ekki tíu skrefa morgunrútínu til að lifa góðu lífi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar

Konungsfjölskyldan brjáluð yfir teboði prinsessunnar