fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Guðrún Daníelsdóttir: „Í gær keyrði ég næstum á barn“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 5. október 2016 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gær keyrði ég næstum á barn. Þá meina ég næstum því. Klukkan var korter í átta og ljósaskipti. Ég keyrði á 50 km hraða og allt í einu hljóp fimm ára gutti í veg fyrir bílinn minn. Hann var húfu laus í ljósgrænum jakka og kom hlaupandi úr myrkrinu yfir götuna. Það eina sem ég sá var upplýst andlit hans þegar hann hljóp í veg fyrir mig. Ég hef aldrei bremsað jafn fast. Allur líkami minn bremsaði.“

Þetta segir Guðrún Daníelsdóttir í pistli sem hún veitti lögreglunni leyfi til að birta. Bílbeltið þrýsti henni niður. Hausinn sveigðist fram á við eins og hún hefði ekið á vegg.

„Barnið fraus líka og í sekúndubrot náðum við augnsambandi meðan allir góðir vættir hjálpuðu okkur. Bíllinn staðnæmdist og barnið lagði hendina sína á húddið. Ég hljóp út og faðmaði hann,“ segir Guðrún og bætir við: „Hann endurtók í sífellu fyrirgefðu fyrirgefðu.“

Guðrún bætir við að eftir stutta stund hafi strákurinn hlaupið heim til sín hræddur og án endurskinsmerkja.

„Ég keyrðu áfram fann bílastæði og beið eftir að skjálftinn í líkama mínum hvarf. Akkúrat þessa stund var ég ekki að tala í símann, ég var ekki að senda SMS, ég var ekki að fletta í contöktum og ég var ekki að stilla útvarpið.“

Guðrún segir enn fremur:

„Athygli mín þessar handahófskenndu sekúndur var öll á veginum. Ég náði að stoppa í tíma. Ég verð að viðurkenna að það var heppni. Ég er alltof oft að gera eitthvað annað meðan ég er að keyra. Alltof oft.“

Hún bætir við að í gærkvöldi hafi hún átt erfitt með svefn og segir að endingu í þessum mikilvæga pistli sem lögreglan telur rétt að koma á framfæri:

„Ég sá barnið upplýst af framljósunum og um mig fór hrollur því èg áttaði mig á því að þetta hefði getað farið ver. Hefði ég verið í símanum þá, guð minn góður. Aldrei aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“