fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Aðstoðarmaður David Bowie erfir 260 milljónir

Fyrrverandi barnfóstra sonar hans fær 130 milljónir

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 30. janúar 2016 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn David Bowie sem lést fyrr í mánuðinum, tæplega sjötugur að aldri, er talinn hafa átt eignir upp á um þrettán milljarða íslenskra króna. Erfðaskrá hans var gerð opinber í morgun.

Þar kemur ýmislegt athyglisvert fram en meðal þess sem helst vekur athygli er hversu rausnarlegur Bowie var við þá sem stóðu honum næst. Þannig erfiðar aðstoðarmaður hans tvær milljónir dala, jafnvirði 260 milljóna íslenskra króna, og barnfóstra sonar hans, Duncans, erfir eina milljón dala, jafnvirði 130 milljóna íslenskra króna.

Restinni verður skipt á milli fjölskyldumeðlima Bowie, þar á meðal glæsileg íbúð hans á Manhattan í New York.

Newsweek greindi frá því í vikunni að Bowie hafi skilið eftir sig stórt safn af tónlist sem aldrei hefur verið gefin út. Er talið að tónlistin verði gefin út á næstu mánuðum eða árum, þar á meðal tónlist sem hann samdi á hátindi ferils síns á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð