fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Skilin eftir við altarið og lét æskudrauminn rætast

Seldi húsið og bílinn til að fara í bakpokaferðalag – Er nú rithöfundurinn sem hana dreymdi um að verða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. janúar 2016 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katy Colins stóð ein við altarið í eigin brúðkaupi eftir að unnusti hennar hætti skyndilega við að vilja giftast henni. Eftir að hafa upplifað þessa hörmulegu lífsreynslu ákvað Colins að selja nánast allar sínar eignir og fara í bakpokaferðalag. Sú ákvörðun átti eftir að reynast sú besta sem hún hefur tekið í lífinu.

Hin 30 ára Colins ákvað að selja bílinn sinn, húsið sitt og nánast allt sem hún kom ekki fyrir í einn bakpoka. Hún bókaði svo flug til Taílands þaðan sem hún flakkaði um Asíu. Fjölskylda Colins hélt að hún hefði farið yfir um þar sem hún hafði aldrei áður ferðast ein.

„Ég þurfti að komast í burtu frá öllum í smá stund til að finna sjálfan mig,“ segir Colins í en fjallað er um sögu hennar á vef Mirror.

Colins starfaði á flugvellinum í Manchester áður en hún hélt í ferðalagið. Draumur hennar var þó alltaf, frá því að hún var barn, að gerast rithöfundur.

Á flakkinu Colins hélt úti bloggi þar sem hún sagði frá ferðum sínum. Hún segist hafa skrifað pistlanna til að fjölskyld og vinir í Bretlandi gætu fylgst með henni. Fljótlega fóru hins vegar mun fleiri að lesa pistla hennar. Eftir því sem leið á ferðina fjölgaði lesendum og senda margir henni tölvupóst um hvað pistlarnir hennar væru frábærir.

„Þótt ég væri að sjá og upplifa hluti sem ég hafi varla getað ímyndað mér áður, líkt og að sjá Taj Mahal eða ganga um Himalaya-fjöllin, þá var ég enn að jafna mig á því að hafa verið svikinn við altarið,“ segir Colins og bætir við:

„Ég fór svo að hugsa hvort að ég hafi fengið annað tækifæri í lífinu.“

Colins ákvað að nýta nýja tækifærið og halda áfram að ferðast um heiminn. Eftir að hafa ferðast um Suður-Ameríku ákvað Colins að fara til Frakklands og kenna ensku í litlu sjávarþorpi. Samhliða því að kenna ensku skrifaði Colins skáldsögu byggða á ferðareynslu sinni.

Hér má sjá bók Colins.
The lonely hearts travel club. Hér má sjá bók Colins.

Nákvæmlega þremur árum, upp á dag, eftir að hafa verið skilin eftir við altarið fékk hún svo boð um að útgefandi væri búinn að samþykkja útgáfu bókar hennar „The Lonely Hearts Travel Club series.“

„Það er frekar kaldhæðnislegt að útgefandinn hafi hringt í mig sama dag og ég hefði átt að vera að fagna þriggja ára brúðkaupsafmælinu mínu.“

Bókin hefur fengið frábærar móttökur og er Colins nú með þriggja bóka samning við Carina UK. Æskudraumur Colins um að verða rithöfundur hefur því ræst.

„Ég er mjög bjartsýn og trúi því að ekkert gerist í lífinu að ástæðulausu. Lífið snýst um að vera jákvæður og sýna hugrekki. Þannig veit maður innst inni að allt á eftir að ganga upp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki