fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

„Bara steypa“ að landið sé ofsetið túristum

Sölvi ferðaðist um Ísland í sumar og heillaðist – „Algjörlega geggjað“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. ágúst 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framundan er Fimmvörðuhálsinn og ferð upp á hálendið,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Sölvi Tryggvason í samtali við DV. Sölvi greinir frá því á Facebook að hann hafi ekki ferðast jafn mikið um landið okkar undanfarin tvö sumur og síðan hann var gutti. Hann segir frá því að hann hafi, út frá umræðu um mikinn ferðamannastraum, óttast að „þetta væri búið spil“. Ekki yrði þverfótað fyrir rútum, lundabúðum, skeinipappír og myndaóðum túristum. „Það er skemmst frá því að segja að ekkert gæti verið lengra frá sannleikanum.“

Nokkrir staðir á suðurströndinni séu jú þétt setnir en ekki þurfi nema smá hugmyndaflug til að fá heimsklassa upplifun úti um allt land. „Þetta land sem við búum í er gjörsamlega geggjað! Það þarf ekki að keyra nema hálftíma út fyrir Reykjavík til að vera aleinn uppi á fjöllum með útsýni til allra átta sem minna á atriði úr Hringadróttinssögu. Þessi umræða um að landið höndli ekki fleiri túrista er bara steypa.“ Hann bætir við að auðvitað þurfi innviðirnir að fylgja þessari miklu fjölgun ferðamanna. „En með smá skipulagi og réttri hugsun er miklu, miklu, miklu meira en nóg fyrir alla.“

Sölvi segir við DV að hann hafi í sumar farið tvo hringi í kringum landið, með útúrdúrum. Auk þess hafi hann farið vestur á firði sem og á Snæfellsnesið. „En aðallega er ég búinn að vera að fara í margar styttri ferðir á suðvesturhorninu og ganga á mörg fjöll.“ Hann segir að margt standi upp úr eftir þetta mikla ferðasumar. Hann hafi til að mynda rekist á fallega leynistaði í Borgarfirði, á Austurlandi og í grennd við Mývatn. „Ég veit ekki einu sinni hvað þeir heita – en það er jú hluti af þessu,“ segir hann glaður í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar