fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

ADHD hefur mikil áhrif á fjölskyldulífið

Líður best í kollsteypu á 300 km hraða – Myndi ekki vilja búa með sjálfri sér – Smíðar listflugvél í frístundum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. júní 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir var fastagestur á sjónvarpsskjáum landsmanna í áratug á meðan hún starfaði við dagskrárgerð á Stöð 2. Svo var hún rekin og breyttist í flugvélanörd. Ragnheiður Eiríksdóttir hitti Siggu í spjalli um háloftin, drauminn um að verða geimfari, strögglið við að haga sér eins og fullorðin manneskja og ýmislegt fleira.

Gerir sitt besta

Sigga segist ekki mundu vilja búa með sjálfri sér, og dregur ekki dul á að ADHD hafi mikil áhrif á fjölskyldulífið.

„Kannski er þetta eins og að búa með unglingi eða krakka. Maðurinn minn kemur kannski heim úr nokkurra daga vinnuferð, og mér finnst ég hafa verið virkilega dugleg í að halda heimilinu hreinu. En í raun er ástandið eins og eftir kjarnorkusprengju. Ég er samt öll af vilja gerð og reyni. Svo er ég léleg í að halda sambandi við fólk, muna að hringja til baka og svoleiðis. Ég þyrfti eiginlega að koma mér í þá stöðu að hafa ritara og húshjálp, þá fengi ég aldeilis að njóta mín.“

„Þetta var kannski besta við að byrja á lyfjunum, að þau skyldu ekki breyta meiru fyrir daglega lífið. Ég er með símann fullan af öllum skipulagsforritum sem hafa verið gefin út frá upphafi mannkyns og þau virka ekki. Það fer óratími í að setja upplýsingar inn í þau, og þegar því er lokið er þolinmæðin á þrotum. Utanumhald og skipulag og allt þetta sem maður þarf að gera í lífinu er erfiðast fyrir mig.“

„Ég hata tölvupóst eins og pestina og man aldrei að skila bókum á bókasafnið eða fara með bílinn í skoðun. Það myndi breyta heilmiklu fyrir mig að einhver sæi bara um þetta. Maður getur víst ekki verið góður í öllu, verst að það er kannski fátt eftir sem ég er góð í. En í alvöru talað þá er álagið á fjölskylduna mikið. Allir þessir brandarar um hvað karlar eru ömurlegir í að setja klósettsetuna niður og vaska upp eru í raun um mig. Á mínu heimili er ég karlinn sem er ekki húsum hæfur. Svo þarf ég að eiga mjög þolinmóða vini, og sem betur fer á ég þá. Ef ég segi til dæmis við Sigga úti á flugvelli að ég ætli að skreppa í 10 mínútur gerir hann sér grein fyrir að ég gæti horfið hálfan daginn. Ég er afskaplega þakklát þessu þolinmóða fólki sem sýnir konunni með taugaþroskunarröskunina þennan mikla skilning, annars væri ég vinalaus úti í skógi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins

Telur sig hafa fengið krabbamein vegna framhjáhaldsins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Laufey spurð erfiðrar spurningar um Ísland – „Ég get ekki sagt neitt“

Laufey spurð erfiðrar spurningar um Ísland – „Ég get ekki sagt neitt“