fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Halla lenti í hrakningum í Bandaríkjunum: Endaði á sjúkrahúsi eftir árás rasista

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. maí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir spurðu hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið,“ segir forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir um leið og hún rifjar upp eftirminnilega lífsreynslu sem hún varð fyrir þegar hún var búsett í suðríkjum Bandaríkjanna.

Í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun rifjaði Halla upp þegar hún var framkvæmdastjóri fótboltaliðs í Alabama. Sá hún þar meðal annars um að sækja fótboltamenn erlendis frá, meðal annars Íslandi, Norðurlöndunum og Bretlandi. Einn af þeim sem spiluðu með liðinu var Guðjón Skúlason og eitt kvöldið komust þau Halla í hann krappan.

„Við vorum úti með körfulboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta var seint um kvöld. Þeir spurðu hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið,“ segir Halla.

„Það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum sem líkaði ekki við okkur,“ bætir hún því næst við en greina mátti þó að hún brosir í kampinn yfir þessari óvenjulegu lífsreynslu.

„Þannig að ég lenti í ýmsum ævintýrum þarna í suðurríkjunum. Lærði sitthvað um fordóma.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Höllu hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs