fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Ótrúlega líkar: Eru þær tvíburar eða ekki?

Fóru í DNA próf til að komast að sannleikanum

Auður Ösp
Föstudaginn 22. janúar 2016 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær Niamh Geaney and Irene Adams frá Írlandi höfðu ekki hugmynd um tilvist hvor annarar fyrr en Niamh hafði upp á Irene í gegnum heimasíðu sem hefur þann tilgang að para saman líka einstaklinga. Í kjölfarið ákváðu þær að fá úr því skorið hvort þær væru blóðskyldar.

Eftir að hafa hist birtu stúlkurnar myndir af sér á facebook auk myndbands á youtube og segja þær að í kjölfar viðbragðanna sem þær fengu við myndunum hafi vaknað upp hjá þeim forvitni og vildu þær hvort að sú staðreynd að þær eru nánast eins í útliti mætti rekja til þess að þær væru systur.

Niahm er sjálf stofnandi síðunnar TwinStrangers.com þar sem stöllurnar kynntust en sjálf hefur hún fundið tvær aðrar stúlkur fyrir utan Irene sem líta nákvæmlega út eins og hún. „Mér þykir það ansi heillandi tilhugsun að það sé mögulega fleira en eitt eintak af mér þarna úti og með síðunni vil ég hjálpa öðrum að finna tvífara sína.“

Það virðist því vera hálf ótrúlegt að þrátt fyrir að stúlkurnar komi báðar frá sama landi og líti nákvæmlega eins út þá eru þær ekki skyldar og í raun er möguleikinn á því aðeins 1,1 prósent samkvæmt niðurstöðum DNA prófs. Þegar ættir þeirra voru raktar 20.000 ár aftur í tímann kom í ljós að forfeður Niamh voru frá Suðvestur Asíu á meðan forfeður koma frá Mesópótamíu.

Stúlkurnar segja að þegar aðniðurstöður prófsins lágu fyrir þá hafi það í raun ekki komið þeim á óvart. „Við bjuggumst í raun ekki við að neitt kæmi út úr því. Það hefði verið mjög sérstakt ef svo hefði verið en tilgangur þess að eiga tvífara er náttúrulega sá að þið eigið ekki að vera skyldmenni,“ segir Niahm í samtali við Mirror

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?