fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Svavar Knútur:„Múslimar eru ekki einstakir í því að vera með dólg“

„Þetta er ekki innrás hópnauðgandi Húnaherja“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það versta er að fullt af venjulegu fólki stendur nú í þeirri trú að múslimar hafi skipulagt hópnauðganir á gamlárskvöld. Það er nauðsynlegt að leiðrétta þá vitleysu,“ segir tónlistarmaðurinn Svavar Knútur. Hann varar fólk við að alhæfa um múslima í kjölfar fregna af árásum þúsund ungra hælisleitenda og nýbúa á konur í Köln, Hamborg og Stuttgart. Bárust meðal annars fréttir af þúsund manna óvígum her múslima sem réðist á og nauðgaði 90 konum fyrir utan lestarstöðina í Köln.

Í opinni færslu á fésbók segir Svavar að um leið og fregnirnar hafi borist hafi Íslendingar sé það sem tilefni til að úthúða múslimum og látið út úr sér athugasemdir á borð við: „Er þetta það sem þið „fjölmenningar“-sinnar viljið? Hópnauðganir á Laugaveginum?!?“, „Þetta sýnir það bara! ekki fleiri „flóttamenn“ til Evrópu. Þetta eru náttúrulega bara villimenn!!!“ Hér var greinilega um að ræða þaulskipulagt hryðjuverk! Hópnauðganir brjálaðra hundtyrkja af síðustu sort!!! Nú var aldeilis komið „smoking gun“ sem allir höfðu beðið eftir!“

„Fréttin var ótrúlega skelfileg. Og það bárust svipaðar fréttir frá Hamborg og Stuttgart. Eiginlega svo ótrúlega skelfileg að það var erfitt að trúa henni. Enda kom það á daginn í dag að það þurfti að bera ansi mikið til baka,“ ritar Svavar. „Nýjustu fréttir segja þannig: Það voru sumsagt 1000 manns á torginu fyrir framan lestarstöðina. Alls konar fólk. Innan þessa stóra hóps voru nokkrir hópar, mis stórir, frá 2 upp í 20 manns, sem voru drukknir, með dólg og gerðu aðsúg að fólki. Nauðganirnar fóru úr 90 niður í eina. Rúmlega 90 tilkynntu áreitni frá hópunum. Sem er vissulega alveg ömurlegt. Konur eiga skýlausan rétt á að ganga um óáreittar í þessum heimi. Enginn afsláttur.“

Hann segir að alhæfingin um nokkra tugi, jafnvel hundruði drukkna ungra brúnna manna með dólg á gamlárskvöld segir meira um karlmenn með minnimáttarkennd en múslima. „Auðvitað eru nauðganir eða kynferðisleg áreitni aldrei í lagi og þetta er háalvarlegt mál. Það þarf að taka mjög skýrt á þessu og vinna með þessa drengi og koma mönnum í skilning um að þetta er einfaldlega ekki í boði í okkar samfélagi, eða nokkru öðru. En þetta er ekki innrás hópnauðgandi Húnaherja.“

Þá segir hann að verst væri að fjölmargir stæðu nú í þeirri trú að múslimar hefðu skipulagt hópnauðganir á gamlárskvöld. „Það búa 30 milljón manns í NRW, en Köln er aðallestarstöðin í því gríðarfjölmenna fylki. Það er ekki óeðlilegt að hópar vandræðagæja sem eru utanveltu í samfélaginu safnist saman og séu með dólg á stórhátíð,“ segir hann og bætir síðan við: „Múslimar eru ekki einstakir í því að vera með dólg. Ég er bara fegnastur að þeir voru drukknir, því þá eru þeir allavega ekki strangtrúaðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli