fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Dagur í lífi Ellýjar: Hestamyndir, húðflúr á brjóstið og body pump æfingar með Magnúsi

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 5. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellý Ármannsdóttir leit dagsins ljós þann 13. Maí árið 1970. Hún er dóttir þeirra Ármanns heitins Ármannssonar, skipstjóra og útgerðarmanns og Bjargeyjar Elíasdóttur sem er búsett í Luxembúrg.

Hún á fimm hálfsystkini, tvö móðurmegin og þrjú föðurmegin en Ellý ólst upp hjá móður sinni ásamt systkinum sínum Eik og Pálma Gíslabörnum. Föðurmegin á hún systurnar Ragnhildi Írís og Esther og bróðurinn Ármann. Ellý komst á kortið rétt fyrir síðustu aldamót þegar hún gerðist dagskrárþula hjá Ríkissjónvarpinu en fyrstu spor hennar í blaðamennsku voru upp úr 2005 þegar hún tók að sér að skrifa stjörnuspár í DV. Fljótlega byrjaði hún svo að skrifa dægurmálagreinar og stýrði þá meðal annars Hér og Nú, sem var fylgirit DV, og síðar Lífinu á Vísi við góðan orðstýr. Ellý hefur alltaf haft mikinn áhuga á spádómum og stjörnuspeki. Hún hélt úti hinni vinsælu vefsíðu spámaður.is og hannaði sín eigin Tarotspil sem seldust eins og heitar lummur á sínum tíma. Í dag er það hinsvegar málaralistin sem á hug hennar allann en undanfarið hefur hún unnið að stórum málverkum sem hún vinnur bæði með olíu og akrýl á striga. Ellý leigir herbergi í hjarta borgarinnar þar sem hún deilir baði og eldhúsi með öðrum leigjendum. Hún á þrjú börn: Ármann Elías, 21 árs, Einar Alex 19 ára og augasteininn Ellý 10 ára.

7.30

Dagurinn byrjar á kaffibolla og málverki, áður en ég fer á fætur. Núna er ég að mála hross með kolum á striga og þau hafa vakið mikla lukku. Svo set ég myndir á Instagram sem er frábær leið til að kynna þetta. Ég mála alltaf tvö hross á hverja mynd af því þau eru eins og við mannfólkið, þrífast best í félagsskap. Svo mála ég líka flennistórar myndir af nöktum konum. Fyrirmyndin er reyndar alltaf ég sjálf af því það er erfitt að fá vinkonur til að sitja fyrir naktar eins og gefur að skilja.

12.00

Besta ráð sem þér hefur verið gefið?

Það kom frá honum Óla Tynes sem var sessunautur minn þegar við unnum hjá 365. Óli sagði mér að hlusta alltaf bara á hjartað og ekkert helvítis kjaftæði. Hundsa raddir annara og hlusta bara á mína eigin.

Besta ráð sem þú getur gefið öðrum?

Ekki gefast upp, sama hvað þú ert að díla við og ekki dvelja við vonleysi og sorg. Ekki missa trúna á sjálfa eða sjálfan þig og ekki hika við að biðja um aðstoð.

Hvað vildir þú að þú hefðir vitað fyrr?

Hvað ég er sterk.

Ég fer alltaf á sama staðinn til að fá mér að borða enda er ég naut og naut eru svo svakalega vanaföst. Ef nautinu finnst eitthvað gott þá er það ekkert að breyta til. Ég fæ mér alltaf kjúklingasalatið á Fresco en þar getur maður valið salatið sjálfur og sett í skál. Eftir það kem ég alltaf við í Slippfélaginu til að ná í málningu, kol eða verkfæri og þiggja nokkur góð ráð í leiðinni.

13.00

Eftir hádegi hitti ég oft góða vini eða funda með fólki sem hefur áhuga á að kaupa málverkin mín. Um daginn eyddi ég til dæmis heilum eftirmiðdegi í stóru og fallegu húsi heima hjá fólki sem keypti verk af mér. Þau báðu mig að hjálpa sér að velja stað fyrir verkið sem er mjög stórt og flott og útkoman var í borðstofunni þar sem það sæmdi sér mjög vel.

16.00

Seinnipartinn rölti ég gjarna til Lindu á Reykjavík Ink en hún er að hjálpa mér að hanna mandala húðflúr sem mun fara undir brjóstið á mér, undir það og aðeins niður á magann. Mandalan er sérstaklega hönnuð til að brynja brjóstið mitt af því ég er í sárum eftir árið 2017, – sem var bæði átakanlegt og erfitt.

19.00

Á kvöldin fer ég á æfingu hjá Magnúsi Þór í Reebook. Hann er með æðislega body-pump tíma sem miða við að styrkja bæði þol og styrk og virka svona líka vel. Með því að taka þátt þessum æfingum hef ég komið mér í eitt besta form sem ég hef verið í á ævinni. Eftir tímann finnst mér frábært að taka góða sturtu og slaka aðeins á enda er flókið að deila sturtunni þarna þar sem ég leigi.

20:00

Ég borða vanalega úti á kvöldin og finnst þá til dæmis gott að fá mér steik, kjúkling eða fisk. Það er svona að búa bara í herbergi, þá eldar maður lítið heima. Mér finnst það samt ekkert verra en að kaupa í matinn og henda svo helmingnum af hráefninu. Þegar ég er með stelpuna mína þá eru dagarnir reyndar aðeins öðruvísi. Þá einblýni ég bara á hana og okkur mæðgurnar en hún bræðir alveg hjarta mitt og blæs í mig lífi milli þess sem ég mála.

00.00

Það er mjög misjafnt hvenær ég fer að sofa því stundum er ég að mála langt fram á nótt. Ef ég er ekki einhversstaðar úti að hitta skemmtilegt fólk þá mála ég þar til ég fer að sofa, enda er ég að mála upp í bankaskuld, fimm milljónir. Tók mér frí frá MBA námi til að geta klárað þessa skuld. Ég ætlaði reyndar að klára þessa skuld fyrir áramótin en svo tók þetta bara aðeins lengri tíma en ég hélt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Í gær

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?