fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fókus

Segir einlæg frá glímunni við fæðingarþunglyndi: „Þetta var eitthvað sem ég var ekki að tala um“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 20. september 2025 09:00

Guðrún Helga Sørtveit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Helga Sørtveit, áhrifavaldur og eigandi fyrirtækisins Fyrsta árið, glímdi við fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist dóttur sína. Hún áttaði sig ekki á því hvað væri í gangi og bar harm sinn í hljóði, en það er mjög algengt að mæður með fæðingarþunglyndi finni fyrir skömm og sektarkennd að líða svona, þar sem samfélagið gerir oft ráð – og þær kröfur – að þær eigi að vera hamingjusamar með nýfæddu barni.

Guðrún er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hlustaðu á þáttinn á Spotify, hér að neðan má lesa textabrot úr þættinum þar sem hún opnar sig um fæðingarþunglyndi.

Guðrún upplifði mikinn kvíða á meðgöngunni um að eitthvað færi úrskeiðis, en mánuði áður en hún varð ólétt af dóttur sinni hafði hún gengist undir aðgerð þar sem annar eggjaleiðarinn var fjarlægður vegna utanlegsfósturs. Hún vonaði að kvíðinn myndi fara eftir að stúlkan kæmi í heiminn en hann versnaði bara. Og svo kom heimsfaraldur.

„Tveimur vikum eftir að hún fæddist kom fyrsta Covid-smitið. Þannig þú getur ímyndað þér… kvíðinn ofan í það að vita að það væri einhver heimsfaraldur. Ég horfði alltaf á upplýsingafundina, ég var bara orðin Þórólfur tvö,“ segir Guðrún og segir að hún hafi sprittað handfangið á barnavagninum svo mikið að leðrið skemmdist.

„Ég var svo nojjuð og svo var þetta svo skrýtinn tími, maður er búinn að gleyma þessu. En ég var kannski úti að labba með vagninn og það labbaði einhver fram hjá mér [og ég varð smeyk], bara passa tveggja metra regluna,“ segir hún kímin.

Þegar dóttir hennar var eins árs var Guðrún komin á slæman stað andlega. „Þá kom tímabil þar sem ég átti erfitt með að fara með hana út að labba í vagninum, ég gat ekki keyrt með hana í bíl og þetta var eitthvað sem ég var ekki að tala um. Ég sagði engum, ég frekar fann einhverjar afsakanir fyrir að við yrðum bara tvær.“

Bað um hjálp

Aðspurð hvernig Guðrún kom sér upp úr þessum dimma dal segir hún:

„Ég hringdi með kökkinn í hálsinum, bara að fara að brotna niður, í ungbarnavernd og sagði við hjúkrunarfræðinginn að mér liði mjög illa og væri til í að tala við einhvern. Og hún var svona: Já, ertu viss?“ Hún bókaði samt Guðrúnu á lista fyrir sálfræðing en það gekk hægt.

„En svo leið mér það illa að ég var bara byrjuð að leita alls staðar að einhverjum sálfræðing og fann síðan eina geggjaða sem ég komst að hjá.“

Hún segir að hún hafi ekki áttað sig á því á þeim tíma að hún væri að glíma við fæðingarþunglyndi. „Núna í dag sé ég það og eftir að ég var hjá sálfræðingi, ég var alltaf bara: „Æi, ég var eitthvað smá kvíðin.“ En þegar ég byrjaði að tala um þetta þá var þetta ekki eðlilegt.“

Guðrún ræðir þetta nánar í þættinum sem má hlusta á í heild sinni á Spotify.

Hægt er að fylgjast með Guðrúnu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála

Hætti við viðburð í Dollywood vegna heilsufarsvandamála
Fókus
Í gær

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“

„Besti bústaður í heimi er kominn á sölu. Þarna er í alvöru best að vera“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“

„Fyrir þremur árum hélt ég framhjá eiginkonu minni með framleiðandanum mínum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu

Gjörbreyttur Jelly Roll nýtur lífsins á Ítalíu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði