fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 11:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Svava Björk Hjaltalín Jónsdóttir arkitekt og Thor Olafsson stjórnendaráðgjafi hafa sett einbýlishús sitt í Hafnarfirði á sölu.

„Draumahúsið í Áslandinu með pláss fyrir alla og möguleika á sundlaug. Ef þú hefur einhvern tíma hugsað: „Mig langar í útsýni sem slær Netflix af skjánum“ þá er þetta húsið! Geggjað útsýni yfir höfuðborgina, Heiðmörkina og alla leið upp í Bláfjöll. (Gamlárskvöld er náttúrulega ólýsanlegt, sorry umhverfisáhrifin samt). Gönguleiðir beint út úr hverfinu, náttúran er bókstaflega í næsta nágrenni og Hvaleyrarvatn í göngufæri. Skólinn er svo nálægt að börnin þurfa ekki einu sinni að klára nestið áður en þau eru komin inn (skv. gervigreindinni!!)

Frábærir nágrannar við sverjum, þetta eru svona nágrannar sem þú vilt hitta í búðinni. Og húsið sjálft, þar gerast töfrarnir,“

segir Svava í færslu á Facebook. Í nánari lýsingu á húsinu segir hún meðal annars: 

„Gert ráð fyrir sundlaug í garði, slepptu World Class, þetta verður Splash Class. Tvöfaldur bílskúr, nóg pláss fyrir bílana, hjólin og alla draumana þína á felgum og skíðin og golfið og….Tvö möguleg íbúðarými fyrir ömmu og afa eða unga parið sem þarf sitt eigið rými, teikningar fylgja. Frábær stærð fyrir stóra eða samsetta fjölskyldu, allir með sitt rými og stuðmöguleikana. Húsið er mergjað veisluhús (höfum haldið ófáar og pláss fyrir alla og meira en það). Eigum eftir að sakna svo mikið en nýjir draumar framundan og húsið bíður eftir að taka við nýjum draumum.“

Fasteignin er einbýlishús í Áslandinu í Hafnarfirði, 369,8 fm, byggt árið 2008. Hægt er að útbúa tvær aukaíbúðir í húsinu.

Neðri hæðin skiptist í forstofu, gang/hol, salerni, þrjú stór herbergi (tvö 20 fm og 32 fm samkvæmt teikningum), geymslu og bílskúr.

Efri hæðin skiptist í sjónvarpshol, eldhús, borðstofu, stofu, gang/hol, þrjú herbergi, hjónasvítu, fataherbergi, baðherbergi, þvottahús og salerni.

Pallurinn er skjólgóður með heitum potti og góðri aðstöðu fyrir grillið þar sem þakskyggni hússins nær út á pallinn sem myndar skjól fyrir rigningu.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“