fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Áhrifapar í viðskiptalífinu selur einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í Garðabæ á 350 milljónir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. maí 2025 10:24

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstakt einbýlishús í jaðri byggðar í enda Dalprýði í Garðabæ, þar sem lóðin liggur að ósnertu hrauni, er til sölu.

Seljendur eru hjónin Edda Björk Kristjánsdóttir, mannauðsstjóri hjá Húsasmiðjunni og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju. Ásett verð er 350 milljónir.

Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að:

„Þess er gætt að lóðin, sem er 821,8 fermetrar, falli vel að umhverfinu. Óheft útsýni yfir nyrsta hluta Garðahrauns allt til Bessastaða og sjávar þar sem sólsetrið og Snæfellsjökull njóta sín til fulls. Húsið er sérlega glæsilegt, hannað af Pálmari Kristmundssyni arkitekt með mikilli lofthæð í meginrýmum, glæsilegum póstalausum útsýnisgluggum og skjólsælum sólpöllum þar sem húsið myndar hálfhring um útisvæðið sem snýr til suðurs.

Sérstaklega er horft til staðsetningar, náttúru og umhverfis við hönnun hússins til að glæsilegt útsýnið njóti sín sem best. Húsið er byggt á þremur pöllum, sem tryggir að svefnrými eru mjög prívat en um leið með góðu aðgengi að sameiginlegum rýmum.

Mikil lofthæð, gott pláss, mikil birta og glæsileg hönnun einkenna húsið, en innanhússhönnun var í höndum Sæju.“

Húsið er skráð samkvæmt fasteignamati 312 fermetrar en til viðbótar eru 32 fermetrar óskráðir, þannig að húsið er í raun 342 fermetrar.

Skoðaðu fleiri myndir á fasteignavef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi