Í síðasta mánuði gaf hún út fyrsta lag plötunnar „Silver Lining“, sem hún flutti með bæði Gustavo Dudamel og LA Philharmonic á Coachella, sem og á lokatónleikum sínum á New Orleans Jazz Festival nýverið.
Laufey sagði „Tough luck“ sýna reiðari hlið af henni og fjallar um ástarsamband sem endaði illa.
Horfðu á textamyndbandið við lagið hér að neðan.
Nýja platan sýnir djarfari hliðar en áður, en heldur í rætur sínar og nálgun á raunverulega ást (real love) í öllum sínum myndum.
Laufey hefur heillað heilu kynslóðirnar með stórbrotnum lögum um ást og sjálfsuppgötvun með einstökum blöndum klassíkur, djass og popps. Hún hefur vakið áhuga á eldri tónlist (t.d. Chet Baker, Carole King, Maurice Ravel) með djörfum og persónulegum túlkunum sem höfða sérstaklega til yngri hlustenda.
Hún ólst upp milli Reykjavíkur og Washington D.C., lærði á píanó og selló, og stundaði nám við Berklee College of Music þar sem hún samdi lögin á sinni fyrstu EP-plötu Typical of Me (2021). Smáskífan “Street by Street” fór beint í 1. sæti á íslenskum útvarpslistum.
Hún hefur náð ótrúlegum árangri. Yfir 4,25 milljarðar spilana á heimsvísu, 23 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, stærsta frumraun djasstónlistarmanns í sögu Spotify og komst platan Bewitched (2023) í Top 20 Billboard. Hún hefur einnig hlotið fjölmargar platínuviðurkenningar og var valin í Forbes 30 Under 30 pg ein af konum ársins 2025 hjá TIME.