Ástsæla söngkonan og tónskáldið Laufey er að fara að gefa út nýja plötu þann 22. ágúst næstkomandi.
Hún verður einnig gefin út á vínyl og sýndi tónlistarkonan hvernig hún gírar sig í gang til að skrifa eiginhandaáritun sína á tugi þúsunda platna.
Sjá einnig: Hlustaðu á nýja lagið með Laufey
Myndbandið hefur slegið í gegn á TikTok og fengið hátt í 800 þúsund „likes.“ Margir erlendir aðdáendur spurðu: „Hvaða lag er þetta eiginlega?!“
Laufey svaraði forvitnum netverjum og sagði um væri að ræða „íslensku rappgoðsögnina Herra Hnetusmjör“ og lagið er Elli Egils.
Horfðu á myndbandið hér að neðan.
@laufeyive been signing for days bc i love you 🤍 some of them have extra hearts and doodles 🫶🏻 available on my website in the morning edition!!