Christopher Schwarzenegger, sonur Arnold Schwarzenegger, ræðir í fyrsta skipti opinberlega um þyngdartapsvegferð sína og hvaða matvæli hann hætti að borða til að flýta fyrir ferlinu.
People greinir frá. „Þetta var stórt ferli,“ sagði hann.
Christopher, 27 ára, sagði að hann byrjaði að breyta lífsstíl sínum og venjum árið 2019. „Ég var farinn að taka eftir því hvað þyngdin mín kom í veg fyrir margt sem mig langaði að gera,“ sagði hann.
Christopher tók það fram að þetta hafi ekki verið einhver töfralausn og að þyngdartapsvegferðin hafi tekið tíma, ekki gerst yfir nóttu. Hann hafi þurft að læra af mistökum sínum og finna út hvað hentaði honum, því það sem hentar sumum hentar ekki öllum.
Christopher sagði að hann hafi hætt að borða brauð fyrir Lönguföstu – sem er 40 dagar – og hafi misst 13,6 kíló í kjölfarið.
En hann er ekki enn búinn að ná markmiði sínu og heldur ótrauður áfram.