fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“

Fókus
Miðvikudaginn 14. maí 2025 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er komið, og það með látum, en það stefnir í bongó út vikuna. Fjölmiðlamanninum Agli Helgasyni sárnar þó hvað sumarið fær ekki að njóta sín og hvað það má sín lítils gegn óvægnum slátturvélum hins opinbera.

Hann birti smá þras á Facebook-síðu sinni í dag sem hefur vakið nokkra umræðu.

„Þras: Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras, t.d. á umferðareyjum og flötum við opinberar byggingar, áður en það er almennilega sprottið. Þetta sér maður hvert vor. Og oft eru fíflarnir sem spretta, gulir og glaðlegir, slegnir með. Ég hef smá grun um að þetta tengist samningum við verktaka um garðslátt og garðyrkju.“

Rithöfundurinn Illugi Jökulsson minnist þess að í borgarstjóratíð Jóns Gnarr var um tíma dregið úr slátturofforsinu „svo puntur og strá og fíflar og sóley fengu að vaxa óhikað á umferðareyjum og meðfram sumum götum. Sjálfstæðisflokkurinn var BRJÁLAÐUR.“

Erna Magnúsdóttir, dósent í læknadeild Háskóla Íslands, segist þó gleðjast þegar það er slagið snemma. „Eftir því sem fyrr er byrjað á slætti, þeim mun minna heildargrasfrjó verður til yfir sumarið. Við erum nógu mörg ofnæmisgemlingarnir til þess að þetta sé lýðheilsusjónarmið.“

Rithöfundurinn Margrét Tryggvadóttir og fleiri benda þó á að fíflarnir séu mikilvægir fyrir býflugurnar og býflugurnar skipta okkur öll máli.

Tónlistargagnrýnandinn Arndís Björk Ásgeirsdóttir biður Egil að huga frekar að stóru málunum. Ilmurinn af nýslegnu grasi sé indæll og vorlegur.

Fjölmargir hafa tjáð sig og bent á mikilvægi grasflatna fyrir skordýr sem hafi nú fækkað töluvert síðustu áratugi, á að þeir sem sjá um sláttinn séu ekki alltaf leiknir með orfinn,

Rithöfundurinn Unnur Þóra Jökulsdóttir skrifar: „Svo skrítið að þrá vorið og byrja svo strax að ráðast á það og eyðileggja.“

Egill bætti við færslu sína og tók fram að hann teldi að almennt gæti hið opinbera sparað sér töluverðar fjárhæðir með því að sleppa óþarfa garðvinnu svo sem óþarfa slætti og endalausum laufrakstri á haustin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 6 dögum

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín

Frýs blæs nýju lífi í Trúbrot klassíkina Án þín
Fókus
Fyrir 6 dögum

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér

Liver King handtekinn eftir hótanir gegn Joe Rogan – Gæti átt 10 ára fangelsi yfir höfði sér