fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fókus

Svartsýnn barnungur dorgari: „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna“

Fókus
Laugardaginn 5. apríl 2025 10:24

Ungir dorgarar létu til sín taka í Hafnarfirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar þátturinn af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur hér fyrir neðan. Í þættinum kíkir Gunnar á dorgveiðikeppni ungra veiðmanna í Hafnarfirði þar sem sannarlega var líf og fjör. Veiðin var með ágætum þrátt fyrir að sumir ungir dorgarar hafi misst móðinn þegar á leið. „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna,“ sagði einn og starði ofan í djúpið.

Þættirnir eru unnir í samstarfi við Veiðar.is sem er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.

Gunnar Bender ritstjóri er annálaður áhugamaður um stangveiðar í ám og vötnum sem og auðvitað hafi, og er með áratuga reynslu af sportveiði og veiðimennsku. Gunnar hefur ferðast um landið árið um kring og hitt sportveiðifólk og aðra áhugasama um veiðar og útivist.

Í þessum ferðum sínum dreifir Gunnar m.a. Sportveiðiblaðinu, einu mest lesna og virtasta tímariti um laxveiðar á Íslandi en Gunnar stofnaði til útgáfunnar fyrir 40 árum og hefur verið þar ritstjóri og útgefandi síðan.

Veiðiþætti Gunnars þekkja margir en hann hefur framleitt slíka þætti um veiðar í villtri náttúru Íslands og frá helstu laxveiðiám landsins. Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.

Hér má horfa á annan þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender:

Veiðin 2025 þáttur 2 Dorgveiði í Hafnarfirði.mp4
play-sharp-fill

Veiðin 2025 þáttur 2 Dorgveiði í Hafnarfirði.mp4

Hér má einnig horfa á fyrsta þátt seríunnar þar sem Gunnar heimsótti Jógvan Hansen og félaga á Laxá í Mýrum

Veiðin 2025 þáttur 1 Opnun Langá.mp4
play-sharp-fill

Veiðin 2025 þáttur 1 Opnun Langá.mp4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri

Jessica náði sér í Marvel-stjörnu sem er 11 árum yngri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram í blíðskaparveðri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Hide picture