fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fókus

Segir The White Lotus hafa stórbætt kynlífið

Fókus
Mánudaginn 24. mars 2025 15:30

Jennifer Coolidge

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Coolidge hefur rætt það opinskátt hvernig hlutverk hennar í þáttunum The White Lotus hefur haft jákvæð áhrif á ástarlíf hennar. Í viðtali við The Sunday Times segir Coolidge að þrátt fyrir að hún leiki sérkennilegan karakter í þáttunum, hafi aðlaðandi menn sýnt henni áhuga. ​

Coolidge, sem er 63 ára og var áður þekktust fyrir hlutverk sitt sem móðir Stiflers í kvikmyndinni American Pie frá 1999, segir að áhrifin vegna þáttanna séu mun jákvæðari en eftir kvikmyndina. Hún telur áhorfendur hafa samúð með persónu hennar, Tanya McQuoid og að það hafi aukið aðdráttarafl hennar. ​

„Þetta er miklu betra en American Pie vegna þess að fólk var mjög leitt yfir því að Tanya féll af bátnum. Þessum mönnum líkar betur við mig vegna þess að þeim finnst ég hafa gengið í gegnum eitthvað. Þættirnir gerðu sannarlega sitt fyrir mig!“

Í viðtalinu rifjar Coolidge upp atvik frá New Orleans fyrir nokkrum árum þar sem maður bauð henni út.  „Maðurinn var í bol sem huldi ekki bumbu hans, rauðum kúrekastígvélum og hann var 150 sm á hæð. Hann sagði: „Viltu koma á stefnumót?“ Það var ekkert athugavert við hann, en maður er svona með þá hugmynd að Brad Pitt muni koma og heilla mann upp úr skónum.“

Coolidge segir stöðuna aðra í dag og það sé The White Lotus að þakka. „Þetta er ekki lengur bara þessi litli maður.“

Ljóst er að Coolidge hefur skipt um skoðun frá því fyrir tveimur þegar hún sagðist efast um að The White Lotus myndi bæta ástarlíf hennar, en vonaði samt að svo væri. Á þeim tíma sagðist hún einnig vilja finna sér kærasta. ​

Áður lét Coolidge hafa eftir sér að hlutverk hennar í American Pie hefði haft jákvæð áhrif á stefnumótalíf hennar, en hún telur að The White Lotus hafi haft enn meiri áhrif. ​

„Kvikmyndin hjálpaði stefnumótalífinu mínu á þann hátt að ég get aldrei útskýrt það,“ sagði hún við Ariana Grande í viðtali hjá Entertainment Weekly í desember 2022.

„Ef ég hefði verið í þessari mynd…..Jæja, við skulum bara segja að þetta hefði verið mjög daufur áratugur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990

Kallar eftir því að Jon Hamm verði slaufað vegna atviks árið 1990
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“

Hafa áhyggjur af söngkonunni út af því sem hún hafði meðferðis í ferðalaginu – „Þetta er eitt það furðulegasta sem ég hef séð“