fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 7. febrúar 2025 11:30

Kanye West og Bianca Censori. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West segir að hann glími ekki við geðhvarfasýki eins og hann hefur áður haldið fram.

Hegðun Kanye West hefur lengi vakið athygli og nú síðast á sunnudagskvöld þegar hann fékk eiginkonu sína til að mæta nánast kviknakin á Grammy-verðlaunahátíðina.

West var í viðtali við Justin Laboy í hlaðvarpsþættinum Download í vikunni þar sem hann fór yfir ýmis persónuleg mál. Segist hann til dæmis eiga Biöncu margt að þakka og hún hafi opnað augu hans fyrir því að hann glímdi ekki við geðhvarfasýki.

„Hún sagði: „Eitthvað varðandi persónuleika þinn lætur mig halda að þú sért ekki með geðhvörf. Ég hef séð einstakling með geðhvörf.“ Það kemur svo í ljós að það sem ég glími við er einhverfa,“ sagði hinn 47 ára gamli West sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna á ferli sínum.

Árið 2018 greindi West frá því að hann hefði þjáðst af geðhvarfasýki en í viðtalinu við Justin heldur hann því fram að um ranga greiningu hafi verið að ræða. Bætir hann við að hann sé hættur að taka lyf gegn geðhvarfasýki og nú sé markmið hans að finna leið til að endurheimta sköpunarkraftinn sem hann er hvað þekktastur fyrir.

Í viðtalinu gengst West einnig við því að hegðun hans hafi reynst honum nánustu „erfið“ á köflum en einhverfugreiningin hafi sett ýmis uppátæki hans í gegnum tíðina í samhengi.

Mynd/Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Í gær

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir

Khloé Kardashian greinir frá öllum fegrunaraðgerðum sem hún hefur gengist undir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul

Klámstjarna látin aðeins 28 ára gömul
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu