fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 6. desember 2025 09:00

Kristinn Aron Hjartarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjálfarinn og fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Kristinn Aron Hjartarson er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Þar ræðir hann opinskátt um veðmálafíkn sem tók yfir líf hans um árabil, meðferðina sem varð vendipunktur árið 2020 og hvernig hann hefur síðan lifað edrú lífi — bæði frá veðmálum og áfengi.

Kristinn bendir á að veðmál séu orðin allsráðandi í íslensku samfélagi; rapparar, útvarpsmenn, hlaðvarpsstjórnendur, áhrifavaldar og fleiri þekktir menn og fyrirmyndir ungra drengja eru að auglýsa veðmál í miklum mæli. Í viðtalinu gagnrýnir Kristinn slíka aðila en líka fyrirtækin sem styrkja þessa menn samhliða veðmálafyrirtækjunum. Hann segir að það sé tvennt í stöðunni að hans mati; að annað hvort loka alfarið á veðmálasíður eða opna markaðinn undir ströngu regluverki og nota skatttekjurnar í öflugt meðferðarúrræði.

Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Textabrot úr þættinum má lesa hér að neðan.

Kristinn gagnrýnir rapparana, áhrifavaldana og aðra sem auglýsa veðmálafyrirtækin, en hann gagnrýnir einnig íslensk fyrirtæki sem styðja þá aðila. Segjum ef veðmálasíða eins og Coolbet sé að styrkja áhrifavald eða hlaðvarpsstjórnanda, þá á hann við hin fyrirtækin sem eru einnig í samstarfi með aðilanum. Kristinn vill sjá fyrirtæki neita að styrkja fólk ef það er í slagtogi við ólöglegar veðmálasíður.

„Þessir aðilar eru ekki að sýna mikla samfélagslega ábyrgð […] og að fyrirtækin haldi áfram að sponsa einhvern þátt sem ýtir undir veðmálafíkn, bara því manneskjan á bak við þáttinn er svo fræg,“ segir Kristinn.

„Ef að öll fyrirtæki á Íslandi myndu draga til baka alla styrki til þess að auglýsa þessa aðila nema það verði hætt að tala um veðmál, eiturlyf og áfengi, þá held ég að þetta myndi stoppa […] Ég held að fólk myndi átta sig á að þetta er verðmætara en styrkurinn frá Coolbet, Epicbet og öðrum veðmálafyrirtækjum,“ segir hann og spyr:

„Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Hann ræðir þetta nánar í þættinum sem má hlusta á hér.

Sjá einnig: Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru:„Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga