

Kolbrún Ósk Skaftadóttir er bókalagerstjóri hjá nokkrum vönduðum bókaútgáfum landsins.
Kolbrún byrjaði ung í bókabransanum, vann í Pennanum/Eymunds.son, bókabúð Forlagsins á Granda, sem vörustjóri bóka og fleira hjá Heimkaup og hjá Storytel. Kolbrún Ósk var öflug í íþróttum hjá KR á yngri árum þar sem hún keppti í fótbolta, handbolta og körfubolta. Í áratug vann hún einnig sem plötusnúður.
Hún skrifaði fyrir marga netmiðla um bækur og skrifaði bókagagnrýni í mörg ár. Það gerir hún enn í dag á eigin samfélagsmiðlum og sýnir bækur sem hún hefur lesið og vill mæla með.
Kolla býr með rit- og myndhöfundinum Bergrúni Írísi Sævarsdóttur, frá fyrri samböndum eiga þær tvo syni hvor og er öll fjölskyldan unnendur bóka og lesa mikið.
Kolla er lesandi DV.

Síðustu þrjár bækur sem ég las voru þessar:


Já, ég gefst mjög reglulega upp á bókum og hætti að lesa. Ef bókin nær mér ekki á fyrstu síðunum þá legg ég hana einfaldlega frá mér og byrja á næstu. Eina bók úr þessu jólabókaflóði hélt ég reyndar áfram með og kláraði, þó ég hafi ekki verið sérstaklega spennt fyrir henni, en það var nú bara af því að hún var nógu stutt til að ég nennti því. Ég mun samt ekki lista upp neinar bækur sem héldu mér ekki eða mér fannst ekki góðar. Svoleiðis er auðvitað alltaf smekksatriði og ég reyni að halda mig við þá reglu að tala jákvætt um þær bækur sem ég get mælt með en láta annað ósagt.
Best finnst mér að lesa á Hellissandi og fer þangað í lestrarferð með góðri vinkonu 1-2 á ári. Þá gerum við ekkert annað en að lesa og borða skinku- og ostsamlokur heila helgi.
Ég held að það sé hins vegar enginn tími dags endilega betri en annar. Er ekki alltaf góður tími til að lesa?
Nei, ég man lítið eftir lestri sem barn en ég man þegar ég las unglingabækur Þorgríms Þráinssonar. Ég byrjaði ekki almennilega að lesa fyrr en á unglingsaldri en hef ekki hætt síðan. Las þá í fyrsta sinn bók eftir Vigdísi Grímsdóttur og hef alltaf sagt að hún hafi í raun búið til þann lestrarhest sem ég er í dag.
Já! Á þessum árstíma eru ótrúlega margar bækur sem ég er spennt að lesa. Þar sem ég vinn sjálf í þessum bransa getur samt oft verið erfitt að komast yfir allt sem mig langar að lesa því það er svo ofboðslega mikið að gera í vinnunni.
Yfirleitt les ég ekki bækur aftur eða oft, nei. Uppáhalds íslenska bókin mín er þó klárlega Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur og bókin Sjö eiginmenn Evelyn Hugo eftir Taylor Jenkins Reid er líka í miklu uppáhaldi.

Úff já! Svo ótalmarga. Ef ég ætti að nefna einhverja, væru það til dæmis Sólveig Páls, Eva Björg, Arndís Þórarins, Taylor Jenkins Reid, Ragnheiður Gests og Steindór Ívarsson en þessi listi er alls ekki tæmandi.
Annars finnst mér fátt skemmtilegra en að lesa vandaðar barna- og unglingabækur.
Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði. Fjöldi bóka snerta mig líka djúpt án þess að ég geti sagt nákvæmlega hvers vegna. Ég held samt að sú bók sem hafi haft hvað mest áhrif á mig hafi verið Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón eftir Vigdísi Gríms. Það er sú bók sem ég las á unglingsárunum, með alla hormóna í blússandi gangi og ég grét og sökk alveg ofan í bókina. Ég held ég hafi eftir þann lestur áttað mig á að ég yrði að lesa miklu meira og sjá fyrir mér og upplifa sögur fólksins í bókunum. Ég er þessvegna svo ótrúlega þakklát fyrir þá höfunda sem gera okkur lesþyrsta fólkinu það kleift.

Þetta er erfið spurning því alveg sama hversu mikið ég mæli með einhverri bók, þá er smekkur fólks alltaf svo misjafn og ég þori að fullyrða að engin bók er þannig að öllum líki hún. Þær bækur sem ég hef hvað mest mælt með í gegnum árin eru þó líklega Sjö eiginmenn Evelyn Hugo, eftir Taylor Jenkins Reid, Karítas án titils, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur og Sálarhlekkir eftir Steindór Ívarsson. 