

Þú ert búin/n að gera góð/ur alla aðventuna, pakka inn gjöfum, láta gott af þér leiða, skúra, skrúbba og bóna og óskað öllum gleðilegra hátíða (jafnvel þeim sem þér líkar ekkert svo vel við). En jú er aðfangadagur að kvöldi kominn og sparibrosið má hvíla sig. Það er kominn tími til að skipta um jólaskap og skella sér í nokkrar kynlífsstellingar sem tryggja þér örugglega pláss á lista sveinka yfir þau óþekku.
„Hó hó, hó“ kvöldið býður upp á fullt af möguleikum, allavega fyrir þá sem eru með maka eða geta hringt í vin.
Með þessum þremur kynlífsstellingum á aðfangadagskvöld verður jólasveinninn ekki sá eini sem kemur í kvöld.
Hér þarf annar aðilinn (þiggjandinn) að framkvæma smá fimleika með því að liggja á bakinu og lyfta fótunum eins langt yfir höfuðið og mögulegt er, með rassinn upp. Hinn aðilinn (gefandinn) stendur og stingi typpi, fingri eða kynlífstæki inn í leggöng eða endaþarm þess sem þyggur. Já, þessi staða er einnig þekkt sem Hólkaárásin, en Jólasokksfyllingin gefur henni hátíðlegra yfirbragð.
Í þessari stellingu liggur annar aðilinn (þiggjandinn) á borðstofuborðinu (eða rúminu, ef þú ert leiðinlegur) með fæturna hangandi út af borðbrúninni. Hinn aðilinn (gefandinn) krýpur við hliðina á borðinu og snýr sér að þiggjandanum, sem hvílir síðan fæturna á öxlum félaga síns og leyfir honum að gæða sér á „mjólk og smákökum!“
Hér er mælt með að báðir aðilar kaupi nýtt kynlífstæki og pakki inn til að gefa hinum. Farið í rúmið, opnið pakkana og hefjið vinnuna á leikfangaverkstæðinu. Þessi stelling snýst um gagnkvæma sjálfsfróun, þar sem hvor aðili notar sitt tæki á hinum.
Skemmtilegast er að horfast í augu við hvort annað í rúminu, en um að gera að vera skapandi.
Og þau ykkar sem eru einhleyp! Dekraðu líka við þig með lítilli jólagjöf sem nota má í rúminu. Jólagleðin getur líka falist í tryllitæki undir sæng á aðfangadagskvöld.
Jólin snúast um engsl, hlýju og smá töfra, það á líka við um kynlífið. Kveikið á kerti,læsið hurðinni og munið: bestu jólahefðirnar eru þær sem þið búið til saman. Og ef Sveini spyr: já, þið voruð mjög góð í ár.