fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Beitt miskunnarlausu einelti vegna aðalhlutverks í sígildri jólamynd – „Ég var bara „Grinch Girl“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. desember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taylor Momsen var sjö ára þegar hún lék eitt aðalhlutverkanna í jólamyndinni How the Grinch Stole Christmas árið 2000. Myndin hefur orðið sígild og skylduáhorf um hver jól hjá mörgum aðdáendum jóla, kvikmynda og Jim Carrey, sem lék aðalhlutverkið sjálfan Grinch eða Trölla.

Hlutverkið hafði þó skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir Momsen en fyrir tveimur árum greindi hún frá því opinberlega að hún hefði orðið fyrir minskunnarlausu einelti og gert stanslaust grín að henni í skóla vegna hlutverksins.

Momsen og Jim Carrey í hlutverkum sínum.

Momsen lék Cindy Lou Who, stúlkuna sem hjálpar Trölla að verða aftur ástfanginn af jólunum.

Momsen ræddi við fyrrum Gossip Girl mótleikara hennar Penn Badgley í Podcrushed hlaðvarpinu þar sem hún segir: „Í fyrsta lagi breytti The Grinch lífi mínu á margvíslegan hátt, einn þeirra var að það var gert stanslaust grín að mér,“ segir Momsen, sem segist að henni hafi hvergi fundist hún eiga heima í skólakerfinu.

„Í hvert skipti sem ég byrjaði í nýjum skóla eða fór eitthvað annað, er ég viss um að hinir krakkarnir hafi ekki einu sinni vitað hvað ég heiti. Ég var bara „Grinch Girl“. Ekki einu sinni nafnið á karakternum sem ég lék í myndinni, heldur bara „Grinch Girl“. Ég var orðin vön þessu, en þetta var alveg sturlað.“

Þrátt fyrir eineltið er Momsen mikill aðdáandi myndarinnar. 

„Ég held að fólk elski The Grinch einfaldlega vegna þess að kjarni sögunnar er svo ljúfur og myndin er svo hugljúf og með góðan boðskap,“ sagði hún í viðtali árið 2020.

„Það er sama á hvaða aldri þú ert, myndin snertir hjarta þitt og það er ótrúlegt að vera hluti af því. Myndin er árlegur viðburður og eitthvað til að hlakka til, eins og jólin sjálf. Og ég held að myndin  veki bara hamingju og gleði hjá öllum sem horfa á hana.“

Tónlistin hjálpaði henni að eignast vini

Momsen lék í nokkrum myndum eftir hlutverk sitt í The Grinch, þar á meðal í Spy Kids 2: The Island of Lost Dreams, Saving Shiloh og Underdog, og lék eina aðalpersónu sjónvarpsþáttanna Gossip Girl.

Samhliða leiklistarferlinum stofnaði Momsen rokkhljómsveitina The Pretty Reckless, sem hefur gefið út fjórar stúdíóplötur til þessa, þá nýjustu árið 2021. Momsen segir tónlistina hafa hjálpað henni að komast gegnum skólann og eignast vini þegar hún kom í gagnfræðaskóla.

„Þetta var fyrsta árið þar sem ég var í skóla og fékk tækifæri til að eignast vini. Ég setti saman hljómsveit. Þetta var fyrsta hljómsveitin mín, bílskúrshljómsveit. Við vorum að æfa okkur og spila eftir skóla og það var alltaf gaman. Ég var að syngja, spila á gítar, skrifa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar