fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Sylvía Rún um baráttuna við OCD: „Ég fór úr því að vera fúnkerandi yfir í að vera fárveik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 11:30

Sylvía Rún Hálfdánardóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Körfuboltakonan Sylvía Rún Hálfdanardóttir greindist með áráttu- og þráhyggjuröskun (OCD) þegar hún var sautján ára gömul. Hún var fárveik um tíma og þurfti að leggja skóna á hilluna til að einbeita sér að bata. Í dag er hún á góðum stað og er með ýmis tæki og tól til þess að glíma við röskunina.

Sylvía er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, þar sem hún ræðir opinskátt um hvernig líf hennar breyttist í kjölfar greiningarinnar, fyrstu einkenni, þegar hún varð það lasin að hún þurfti að hætta að æfa og vinna, og einnig hvernig baráttuandinn frá körfunni kom henni í gegnum erfiðasta kaflann. Hún er mætt aftur á völlinn með Ármanni og deilir lífi sínu með OCD á TikTok.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Af vef Heilsuveru:

Áráttu-og þráhyggjuröskun (e. obsessive-compulsive disorder, OCD) er algeng kvíðaröskun sem einkennist af endurteknum hugsunum eða ímyndum (þráhyggju) sem valda vanlíðan og endurtekinni hegðun (áráttu) sem ætlað er að minnka óþægindin eða fyrirbyggja skaða. Þetta byrjar oft í kringum kynþroskaaldurinn eða snemma á fullorðinsárum en einkenni geta gert vart við sig frá barnsaldri.

Sylvía Rún.

Sylvía var 17 ára þegar hún fékk greiningu. Hún segir að lífið hafi verið ljúft áður en hún veiktist en eftir greiningu áttaði hún sig á því að sumt sem hún gerði sem barn og unglingur hafi verið vísbending um áráttu- og þráhyggjuröskun.

„Ég byrjaði ung í körfubolta og kem úr körfuboltafjölskyldu, þannig ég gat fengið mína útrás og einbeitt mér í körfunni. Þannig það var kannski ekki alveg sjáanlegt að það væri eitthvað að fyrr en um svona sjöunda bekk. Þá byrjaði ég að finna fyrir því að ég hugsaði öðruvísi en aðrir, dýpra og meira um hlutina,“ segir hún.

Það var alltaf nóg að gera hjá Sylvíu, hún var á fullu í körfunni og stundaði nám sitt vel. Hún var líka í tónlistarskólanum og ballett.

@silly_ocd Hvað er OCD?💔 #ocd #ocdawareness #ocdísland #íslenskt ♬ original sound – silly_ocd

Augnablikið sem allt breyttist

„Man það eins og þetta gerðist í gær. Ég fékk þessa stóru þráhyggju, sem ég held að flestir sem hafa OCD tengja við, en þetta er svona „stóra þráhyggjan“ sem breytti öllu. Ég fór úr því að vera fúnkerandi yfir í að vera fárveik,“ segir hún.

Þessi tími er móðukenndur fyrir Sylvíu, líkami hennar var á staðnum en hausinn allt annars staðar.

„Ég var með fyrrverandi kærastanum mínum, fyrsti kærastinn minn, ung og krúttleg, og við vorum búin að vera saman í einhverja tíu mánuði,“ segir hún.

Sylvía Rún var landsliðskona í körfubolta þegar hún þurfti að setja skóna á hilluna vegna veikinda.

„Ég vaknaði einn morguninn og fékk þá bara þessa saklausu hugsun: „Hvað ef ég er lesbía?“ Sem er nú ekkert merkilegra en svo, en ég fer í full on fight mode. Mér bregður og það sem OCD-ið gerir, og ég vissi ekki að ég væri með OCD, er að það grípur það og heldur að ég eigi að reyna að reyna að finna út úr þessu. Það vill náttúrulega ekki að ég lifi í óvissu.“

Hugsanir og efasemdir um kynhneigð eru mjög algengar hjá fólki með áráttu- og þráhyggjuröskun. Þetta tók yfir líf Sylvíu sem hugsaði að hún hlyti að vera lygasjúk og þyrfti að hætta með kærastanum. „Þetta gjörsamlega sneri öllu á hvolf og ég varð ótrúlega veik.“

Gat ekki fúnkerað

Nokkrum dögum seinna sagði Sylvía þáverandi kærasta sínum frá þessum þráhyggjukenndu hugsunum og var hann mjög stuðningsríkur og hvatti hana til að leita sér hjálpar.

„Ég hélt ég væri að deyja, kvíðinn var það mikill og hausinn út um allt að ég gat ekkert fúnkerað, mætt í skólann eða á körfuboltaæfingu. Ég pantaði tíma hjá sálfræðing, þetta var í nóvember og þó nokkur tími þar til ég myndi komast að. Um miðjan janúar komst ég inn hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni og það breytti lífi mínu,“ segir Sylvía.

Sylvía Rún Hálfdanardóttir.

Þar fékk hún að heyra að hún væri alls ekki ein. „Þetta var ekki bara ég, en þú ert að berjast við hausinn á þér, þú efast um allt og skammast þín. Mér fannst ég líka ekki geta sagt neinum frá þessu því þá myndi fólk halda að ég væri á móti því að vera samkynhneigð, eða á móti samkynhneigðum […] Manni finnst maður svo einn.“

Í þættinum ræðir hún um ýmsar hegðanir sem hún gerði þegar hún var yngri sem hún sér núna að hafi verið áráttu- og þráhyggjuröskunin.

@silly_ocd OCD hefur áhrif á svo margt…Þarna hélt ég að ef ég myndi ekki nefna allt og alla í þessum heimi að þá bæri ég ábyrgð fyrir öllu því slæma sem kæmi fyrir🥺 #ocd #ocdawareness #ocdísland #íslenskt ♬ original sound – silly_ocd

„Ég var alltaf í baráttunni“

Sylvía var greind með áráttu- og þráhyggjuröskun í kjölfarið. Næstu tvö árin einkenndust af mikilli baráttu, hún fór í gegnum lífið á hnefanum og reyndi að láta allt ganga upp. En svo gat hún ekki meira. Á þeim tíma var hún mjög efnileg í körfunni, var á hápunkti ferilsins og að keppa með landsliðinu.

„Ég áttaði mig ekkert á því. Maður vaknar ekkert og fattar bara: Ég er veik. Þetta gerðist hægt og rólega… það varð erfiðara að fara út úr húsi, sjálfsvígshugleiðingar sem maður þorði ekki að segja öðrum frá, erfitt að fara í sturtu og erfitt að gera þessa hluti. En ég gerði þá þannig fyrir öðrum var þetta kannski ekkert sjáanlegt. En síðan var þetta orðið það mikið að ég var í stanslausri baráttu við mig og ég man að ég fann: Ég get ekki meira. Það var bara einhver botn sem ég komst ekki upp úr,“ segir hún og bætir við að tankurinn hafi verið alveg tómur. Hún hætti í körfuboltanum og einbeitti sér alfarið að því að læra að lifa með OCD.

Sylvía man eftir kaffibollanum sem veitti henni ánægjutilfinningu í fyrsta skipti í langan tíma.

Sylvía fékk greiningu á þunglyndi í kjölfarið og var sett á lyf. „Ég fann enga ánægju fyrir neinu, fann engan tilgang fyrir því að lifa,“ segir hún en síðan fór blessunarlega að birta til.

„Ég byrja þá að finna einhverja gleðitilfinningu. Ég man þegar ég fékk mér kaffibolla og hugsaði: „Þetta er góður kaffibolli!“ Upplifði tilfinningu sem ég hélt að væri farin og myndi aldrei finna aftur. Ég man hvað ég var ánægð og ákveðin að búa til þessa tilfinningu sjálf, örugglega baráttuandinn úr körfunni, en ég hugsaði: Ég ætla að berjast. Og ég er þakklát fyrir litlu Sylvíu að hafa barist, því ég skil ef hún hefði ekki gert það. Því þetta er ógeðslegt og ég myndi ekki óska neinum að ganga í gegnum þetta.“

Að læra að lifa með þessu

Sylvía fór í fjögurra daga OCD-meðferð, sem var þá ný á Íslandi. Hún segir að meðferðin hafi gjörbreytt lífi hennar og líðan. Það komu eftirköst en þau urðu sífellt minni og lengra á milli. Hún var líka komin með tæki og tól til að kljást við röskunina og vissi hvenær hún þurfti að leita sér aðstoðar.

„Í dag er ég búin að vera „stabíl“ gegn þráhyggjum og stórum þráhyggjum í alveg þó nokkur ár,“ segir Sylvía, sem er í dag 27 ára. Hún sneri meira að segja aftur á völlinn í ágúst síðastliðnum og spilar með Ármanni.

Sylvía heldur úti TikTok-síðu þar sem hún ræðir hreinskilið og hispurslaust um OCD, sína upplifun og bata.

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Í gær

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Fyrir 2 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“

Varð vitni að ömurlegu atviki í Bónus og kennir móðurinni um: „Drengurinn gekk brotinn í burtu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“