

Hún birti með myndinni kröftug skilaboð um sjálfsást og líkamsímynd.
„Það tók mig langan tíma að átta mig á hversu ótrúlegur líkaminn minn er, það sem þurfti til var að eignast tvær fallegar stúlkur, sem ég hefði getað misst.
Ég eyddi 33 árum í stranga megrunarkúra, 33 árum í niðurrif, að óska þess að maginn minn væri sléttari, mittið minna og það munaði litlu að ég hefði gengist undir brjóstastækkun. En hér er ég og birti þessa mynd.“

„Ég segi það í fullri hreinskilni að ég hef aldrei verið jafn stolt af líkama mínum og því sem hann hefur gengið í gegnum. Jú, brjóstin lafa meira, maginn er stærri og mýkri, ég lít ekki út eins og áður, en vá, hann bjó til bestu gjöf í heimi.“
Jesy sagðist vera spennt að kenna stúlkunum sínum að elska líkamann sinn eins og hún gerir núna. „Ég vil aldrei að þeim líði eins og mér leið í öll þessi ár,“ sagði hún.
