fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fókus

Gunnar Þórðarson er áttræður í dag – „Takk fyrir alla dásamlegu músíkina“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 13:30

Gunnar hefur samið ógrynni laga sem réttilega teljast þjóðarperlur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson er áttræður í dag. Afmælinu er fagnað með heiðurstónleikum í Hörpu.

Gunnar er fæddur 4. janúar árið 1945. Upprunalega er hann Strandamaður en flutti ungur til Keflavíkur og þar varð hann landsþekktur tónlistarmaður, fyrst með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar og síðar með hljómsveitunum Hljómum og Trúbroti.

Gunnar hefur samið ógrynni laga á löngum ferli. Á meðal þekktra laga eftir Gunnar má nefna „Bláu augun þín“, „Þú og ég“, „Þitt fyrsta bros“, „Norðurljós“, „Vetrarsól“, „Gaggó Vest“ og „Ég veit þú kemur“.

Gunnar fær afmælisóskir í dag, meðal annars frá fjölmiðlamanninum Agli Helgasyni. „Ég óska vini mínum, hinum einstaka tónsnillingi Gunnari Þórðarsyni, til hamingju með áttræðisafmælið í dag. Takk fyrir alla dásamlegu músíkina og kynni góð,“ segir Egill á samfélagsmiðlum.

Þá eru haldnir heiðurstónleikar í Eldborgarsal Hörpu klukkan 16:00 í dag. Landslið söngvara og tónlistarmanna er kallað til. Flytjendur eru Pálmi Gunnarsson, Páll Óskar, Sigríður Beinteinsdóttir, Zakarías Herman Gunnarsson, Óskar Pétursson, Stefanía Svavarsdóttir, Eiríkur Hauksson, Dísella Lárusdóttir og Júníus Meyvant.

„Hver veit nema óvæntur gestur komi í heimsókn,“ segir í tilkynningu tónleikahaldara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fókus
Í gær

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni

„Risa högg“ fyrir Kim Kardashian – Leikkonan stal senunni
Fókus
Í gær

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna

Kærasta Þórdísar Elvu er heimsfræg kanadísk poppstjarna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“

Kristbjörg opnar sig: „Ég spyr mig oft: Erum við að gera rétt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Justin Bieber sveittur í afeitrun

Justin Bieber sveittur í afeitrun
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul