fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fókus

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 15:30

Mouna Nasr de Alamatouri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að ég greindist með krabbamein, var ég að berjast við bæði stríðið og krabbameinið. Þegar ég fékk fréttirnar fór ég fyrst í afneitun. Að hefja meðferð í Sýrlandi á sama tíma og stríðið geisaði var vægast sagt hræðileg upplifun,“

segir Mouna Nasr de Alamatouri sjálfboðaliði og lyfjafræðingur hjá Rauða krossinum í Sýrlandi. Mouna var þrítug þegar hún greindist með brjóstakrabbamein, móðir 15 mánaða gamallar dóttur og bjuggu þær í Sýrlandi. Eiginmaður Mounu hafði flúið landið til Íslands. Mouna vann að því að styðja barnshafandi konur og börn með næringu og forvörnum gegn brjóstakrabbameini. Á meðan hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og varnir, fann hún hnút í eigin brjósti. Um árásargjarna hormónategund var að ræða, sem krafðist tafarlausra skurðaðgerða, lyfja- og geislameðferðar.

„Í byrjun þegar ég greindist með brjóstakrabbamein tók það verulega á og ég vissi frá upphafi að það yrði ekki auðvelt og að það myndi alltaf fylgja mér eins og skugginn minn.“

Lifir hverja mínútu eins og hún sé sú síðasta

Mouna segist hafa lært margt af þessari vegferð og sé enn að læra.

„Í raun er þetta líka einhvers konar blessun. Ég er enn í meðferð vegna krabbameinsins en það er til friðs í dag og ég vona að það haldist þannig.

„Lífið er núna“ hefur þá meiningu fyrir mig í dag að lifa hverja einustu mínútu eins og hún sé sú síðasta.“

Mouna segir að þegar hún hugsi til baka hafi þetta enn áhrif á hana. Hún ákvað að það væri of erfitt að reyna að búa áfram í Sýrlandi og ákvað að flytja á betri stað þar sem hún gæti fengið læknisaðstoð og fluttu þær mæðgur til Hollands. Fluttu þær síðan til Íslands og sameinuðust eiginmanni Mounu.

„Að fara frá Sýrlandi var eini möguleikinn til að byggja upp framtíð fyrir mig og dóttur mína. En fyrst og fremst var það fyrir dóttur mína.“

Fjölskylda hennar, þrátt fyrir ótta og áhyggjur um að missa hana, stóð með henni ótrauð. Stríðið gerði öll meðferðarúrræði mjög erfið – lyf voru dýr og erfitt var að fá þau. Ferðalög voru hættuleg og kröfðust þess að fara þurfti í gegnum fjölda eftirlitsstöðva með stöðugri hættu á skothríð eða mannránum, auk þess sem stöðugar sprengjuárásir bættu ekki ástandið. Þrátt fyrir erfiða tíma, veitti stuðningur fjölskyldunnar og unga dóttir hennar, Mounu styrk til að halda áfram baráttunni.

Mouna er ein þeirra sem segir sögu sína í árlegu fjáröflunar- og vitundarátaki Krafts. Markmið átaksins er að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær áskoranir sem fylgja því að greinast ungur með krabbamein eða vera aðstandandi, en um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju hér á landi.

Mouna nýtti sér stuðningsfélag fyrir krabbameinsgreinda í Hollandi og þegar hún kom til Íslands hafði hún samband við Kraft.

„Ég get ekki sagt að ég upplifi Kraft sem félag, ég upplifi Kraft frekar eins og fjölskyldu eða samfélag þar sem allir styðja hvern annan og þér finnst þú ekki vera ein, að þú tilheyrir.“

Sjá einnig: „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar

Móðir Biöncu Censori rýfur þögnina um skandal dóttur sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést

Kærasta Liam Payne brotnar niður og útskýrir af hverju hún fór heim nokkrum dögum áður en hann lést
Fókus
Fyrir 3 dögum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum

Úlfúðin eykst – Segir Lively hafa hækkað framleiðslukostnað með tugmilljóna fatakaupum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum

Draumey Aradóttir með nýja ljóðabók – Útgáfuteiti á Norðurbakkanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“

Vísa ásökunum um að Kanye sé að ráðskast með eiginkonu sína á bug – „Bianca er ekki þvinguð til neins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum

Ævintýralega dramað heldur áfram – Dómari slær á fingur leikaranna og biður þau að hætta að reka málið fyrir fjölmiðlum