Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og eigandi Náttúruhlaupa, og Páll Ólafsson, eignuðust sitt annað barn, son, 9. september. Fyrir eiga þau soninn Margeir Inga, sem er fjögurra ára.
Bræðurnir eiga sameiginlegt að hafa fæðst á þriðjudegi, níunda dag mánaðarins, tveimur vikum fyrir settan dag, auk þess að hafa fæðst jafnstórir.
Foreldrarnir deila gleðitíðindunum í færslu á Instagram:
„Yndislegur lítill bróðir kom í heiminn með hraði þann 9. september. Margeir Ingi, 4 ára, er duglegur stóri bróðir sem hugsar vel um nýja krílið og erum við ótrúlega stolt af honum. Bræðurnir eru ótrúlega líkir en þeir fæddust báðir tæplega tveimur vikum fyrir settan dag og voru nákvæmlega jafn stórir. Mættu einnig báðir á þriðjudegi og 9. degi mánaðar.“
View this post on Instagram