fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Fókus

Láta drauminn rætast og kaupa hús á Ítalíu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 7. september 2025 09:00

Runólfur Bjarki og Steffý Þórólfs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Steffý Þórólfsdóttir og sambýlismaður hennar og barnsfaðir, Runólfur Bjarki, eru í miðju kaupferli að eignast hús á Ítalíu. Steffý hefur alltaf þótt það heillandi að búa erlendis og bjó Runólfur, eða Ronni eins og hann er kallaður, í Amsterdam í fimm ár stuttu áður en þau kynntust.

Steffý er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV.

Það var þó ekkert beint á planinu hjá þeim að flytja erlendis og mætti segja að þetta hafi verið frekar hvatvís ákvörðun, en vinur Ronna var að kaupa hús á Ítalíu með fjölskyldu sinni og komust þau þannig í samband við fasteignasala.

„Síðan fór hann allt í einu til Ítalíu, bara yfir helgi til að skoða eignina og skrifa undir,“ segir Steffý brosandi.

Parið á góðri stundu.

Þau eru í miðju ferli og viðurkennir Steffý að þetta er alveg bras og mikill leyndur kostnaður sem fylgir þessu. Eignin sjálf var ódýr, sérstaklega miðað við fasteignaverð á Íslandi. Húsið, sem var nýlega endurbyggt, kostaði nokkrar milljónir.

„Af því að þetta er jarðskjálftasvæði og húsið var búið að hrynja og það er mjög svona… fólk vill ekkert kaupa á jarðskjálftasvæði. En ég er úr Grindavík,“ segir Steffý og hlær.

„Evrópusambandið tók sig saman og endurbyggðu helling af húsum. Og húsið sem við vorum að kaupa er eitt af því.“

@steffythorolfs♬ original sound – steffythorolfs

Planið er að flytja þangað næsta sumar og vita þau ekki hversu lengi, eitt til tvö ár, eða jafnvel lengur, það mun allt koma í ljós með tímanum.

Steffý hefur verið dugleg að deila frá ferlinu á TikTok, @steffythorolfs, og geta áhugasamir séð myndir af húsinu þar ásamt öðru skemmtilegu varðandi ferlið.

Hún ræðir kaupferlið og flutningana nánar í þættinum sem má hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Umræðan um Ítalíu hefst sirka á mínútu 52.

Fylgdu Steffý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar

Rýnt í skjáinn: Þversagnir karlmennskunnar og alræði markaðsvæðingarinnar
Fókus
Í gær

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA

Júlí og Dísa gefa út nýtt frumsamið lag – Með matarást á IKEA
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“

Jelly Roll grennist hratt en segist ekki nota þyngdarstjórnunarlyf – „Ég var að hugsa um að missa önnur 50 kíló“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar

Stórleikarinn Michael Caine komst að skuggalegu fjölskylduleyndarmáli eftir andlát móður sinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Loksins búinn að upplifa alvöru frelsi“ – Var fastur í vanlíðan í áraraðir

„Loksins búinn að upplifa alvöru frelsi“ – Var fastur í vanlíðan í áraraðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn

Steffý Þórólfs: Hafði áhyggjur að áreitið myndi hafa áhrif á ófæddan soninn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi

Deilir leiðinlegum aukaverkunum af dramatísku þyngdartapi