fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fókus

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Fókus
Fimmtudaginn 24. júlí 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dani nokkur sem segist hyggja á ferð til Íslands varpar fram þeirri spurningu á samfélagsmiðlinum Reddit hvort hann geti talað móðurmál sitt á Íslandi. Íslendingar sem svara honum eru hreinskilnir og segja honum að líklegt sé að það geti reynst honum erfitt en þó ekki endilega ómögulegt.

Daninn spyr hvort danska sé eitthvað töluð á Íslandi. Hann segist vita að danska sé kennd í íslenskum skólum:

„Ég hef lesið að eldra fólk tali almennt góða dönsku en gæti ég til dæmis farið á veitingastað og pantað á dönsku eða væri það betra ef ég myndi bara tala ensku við fólk?“

Þeir Íslendingar sem svara spurningu Danans segja flestir að það sé rétt hjá honum að líklega myndi vera auðveldast fyrir hann að tala dönsku við eldri Íslendinga. Þegar komi hins vegar að yngra fólki geti það verið afar misjafnt eftir einstaklingum og hjá mörgum risti dönskukunnáttan ekkert sérstaklega djúpt. Það sé einnig afar líklegt að það þýði lítið fyrir hann að tala dönsku á veitingastöðum á Íslandi þar sem margt starfsfólk þar kunni lítið í íslensku og hvað þá dönsku:

„Danskan hjá flestum er ekki nógu góð til að halda uppi samræðum nema viðkomandi hafi búið í Danmörku.“

Enskan og Andrés Önd

„Meðal almennings þá gætirðu vel hitt Íslendinga sem geta talað og skilið dálitla dönsku en að meðaltali er það líklega svipað mikil dönskukunnátta og ég sat eftir með þegar ég kláraði skóla. Ég get pantað mér mat og bókað hótelherbergi. Ég kann nógu mikið til að bjarga mér en um leið og einhver bryddar upp á samræðum þá er ég alveg týndur. Flestir skilja og tala ensku mun betur.“

Íslendingur sem segist vera á fertugsaldri segist vera af kynslóð Íslendinga sem sé ömurleg í dönsku:

„Ég get lesið hana og skilið mikið af samhenginu en get ekki haldið uppi samræðum og skil hana alls ekki þegar hún er töluð á venjulegan hátt. Eldri kynslóðin gæti hins vegar ráðið við það. Hún ólst upp við meira af menningarefni á dönsku en mín kynslóð, öll Andrésar Andar blöðin voru upphaflega á dönsku. Þannig að ef þú ert áfjáður í að tala dönsku við Íslending þá er mestu líkurnar á að það gangi vel ef viðkomandi er eldri en 60 ára.“

Einn einstaklingur vill meina að allir Íslendingar hati dönsku og sýni henni engan áhuga en annar segir að ef dananum takist að finna hann á Íslandi geti þeir rætt saman á dönsku.

Einn aðili sem leggur orð í belg segist hafa reynt að tala norsku á Íslandi en það hafi ekki gengið vel:

„Flestir munu bara segja þér að tala ensku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða

Skellur fyrir hertogahjónin – Netflix telur ekkert meira á þeim að græða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi

Óskarsverðlaunaleikkona syrgir sinn fyrrverandi sem drukknaði í skelfilegu slysi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald