Á þriðjudaginn birti hún nokkrar myndir af sér í sundfötum, en hún hefur síðan þá eytt færslunni.
En áður en hún eyddi henni skrifuðu netverjar fjölda athugasemd þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum af útliti hennar.
„Elskan, ég held í alvöru að þú eigir við vandamál að stríða. Þú lítur ekki vel út, þú þarft hjálp,“ sagði einn netverji og Kate svaraði:
„Já, ég þarf það. Ég er að ganga í gegnum sársaukafyllsta tímabil ævi minnar. Líkaminn lætur mann gjalda fyrir það.“
Hún fór ekkert nánar út í málið og eyddi síðan færslunni.
Í maí í fyrra opnaði hún sig um erfitt tímabil, en þá var sama sagan. Netverjar voru að gagnrýna útlit hennar og sögðu hana allt of granna. Hún sagði að árið hafði verið erfitt vegna áfalla, andláts stjúpföður hennar og eigin veikinda.
Sjá einnig: Svarar nettröllunum – „Ég er að reyna að lifa af